Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þegar Jóhanna B. Þorvaldsdóttir og fjölskylda stofnaði Geitfjársetrið var búfjártegundin í útrýmingarhættu.
Þegar Jóhanna B. Þorvaldsdóttir og fjölskylda stofnaði Geitfjársetrið var búfjártegundin í útrýmingarhættu.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 1. september 2022

Geitafjársetur í tíu ár

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Geitfjársetrið á Háafelli fagnaði áratuga löngu starfsafmæli í byrjun ágúst.

Af því tilefni opnaði fjölskyldan á Háafelli búið fyrir gesti og bauð upp á geitaskoðun og kruðerí. Afurðir geita voru til smakks og prófunar og Anna María Flygenring, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands, færði fjölskyldunni tvö kirsuberjatré. Í máli sínu sagði Anna María að Geitfjárræktarfélagið hafi notið góðs af ötulu starfi Jóhönnu B. Þorvaldsdóttur við að fjölga íslenska geitastofninum og kynna hann fyrir landsmönnum og erlendum gestum.

„Það var og er ekki auðvelt verkefni að koma á fót starfsemi sem byggist á geitfjárrækt, tegund búfjár sem fáir þekktu til, sem varð fyrir allmiklum fordómum og að auki í útrýmingarhættu með u.þ.b. 800 einstaklinga á öllu landinu fyrir 10 árum. Hvílík bjartsýni, frumkvæði, hugkvæmni og hugrekki,“ sagði Anna María meðal annars.

Skylt efni: geitur | geitfjárrækt | Háafell

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...