Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Gestir fengu meðal annars að smakka á þurrkuðum geitalærum.
Gestir fengu meðal annars að smakka á þurrkuðum geitalærum.
Mynd / smh
Fréttir 5. janúar 2018

Geitaafurðir og lifandi geitur voru til sýnis á Hlemmi

Höfundur: smh
Útskriftarnemar í meistaranámi í hönnun við Listaháskóla Íslands stóðu fyrir viðburði á Hlemmi Mathöll á dögunum til heiðurs íslensku geitinni og kölluðu hann Hlemmur Geithöll.
 
Viðburðurinn er afrakstur verkefna sem unnin voru í samstarfi við fjölmarga aðila. Á Hlemmi voru til sýnis ýmsar afurðir verkefnanna; meðal annars bók sem í verða upplýsingar og sögur um íslensku geitina. Margnota taupokar voru til sölu, hægt var að smakka þurrkaðar geitakryddpylsur og þurrkað geitakjöt. Á matseðli veitingastaðanna Kröst, Skál og La Poblana var boðið upp á rétti úr geitakjöti.
 
Hluti þess sem var sýnt á viðburð­inum; bækur um geitina, marg­nota taupokar og postulíns­öskjur í laginu eins og geitahjarta – enda afsteypur af einu slíku. Þrekkur er unninn úr blöndu af geitataði, blóðbergi, hvönn, birki og fjallagrösum og er hugsað sem viðbótar eldsneyti með kolum þegar ­grillað er. 
Mynd / Guðrún Margrét Ansnes Jóhannsdóttir
 
„Eins og flestir vita hefur íslenska geitin verið í útrýmingarhættu en þær eru núna um 1.200 í landinu. Við vissum að til stendur að fjölga dýrunum í 7.000 á ákveðnu tímabili og vildum leggja okkar af mörkum til að vekja athygli á málinu,“ segir Andrea Magdalena Jónsdóttir, ein meistaranámsnemanna, þegar hún spurð um uppátækið á Hlemmi. 
 
Bókverk um íslensku geitina
 
„Bókin var prentuð í 58 eintökum og hún til sölu á viðburðinum. Enn eru einhverjar bækur til sem auðvitað er hægt að kaupa. Þetta var ekki formleg bókaútgáfa með ISBN tölu en við sáum sjálf um textavinnu, myndatöku, uppsetningu, hönnun kápu og prentun.
 
Í bókina voru teknar saman helstu upplýsingar um íslensku geitina, en ekki mikið er til á prenti um þær. Þess vegna lögðum við í vinnuna við að gera bók sem er einnig hálfgert bókverk því kápuna prýðir kasmírull. Í bókinni eru fallegar myndir og sex sögur af geitum frá Háafelli á Hvítársíðu, fróðleikur og fleira,“ segir Andrea Magdalena.
 
MAST ekki tilkynnt um sýningu á tveimur geitum
 
Á Hlemmi Geithöll gátu gestir skoðað tvær lifandi geitur. Að sögn Konráðs Konráðssonar, héraðsdýralæknis Suðvesturumdæmis, hafði Matvælastofnun (MAST) ekki verið tilkynnt um sýningarhaldið eins og reglur kveða á um að þurfi að gera. Vísar Konráð til 7. greinar reglugerðar um velferð sauðfjár og geitfjár, þar sem segir: „Umráðamanni sauðfjár og geitfjár sem nota á við gerð auglýsinga, kvikmynda, leiksýninga eða við aðrar aðstæður og/eða í umhverfi sem sauðfé og geitfé er ekki eðlilegt, ber að tilkynna Matvælastofnun um fyrirhugaða notkun eigi síðar en 10 dögum áður en áætluð notkun fer fram. Óheimilt er að hefja notkun fyrr en skilyrði varðandi húsnæði, búnað, notkun og þekkingu eru uppfyllt og hafa verið staðfest af Matvælastofnun að lokinni úttekt.“
 
Konráð segir að málið sé í skoðun hjá MAST. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...