Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þorsteinn Jóhannsson, trésmiður á Flateyri, og Siggi Björns tónlistarmaður í Æfingu.
Þorsteinn Jóhannsson, trésmiður á Flateyri, og Siggi Björns tónlistarmaður í Æfingu.
Líf og starf 28. maí 2024

Gata nefnd eftir hljómsveit

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi heiðraði hjómsveitina Æfingu þann 4. maí þegar götusund á Flateyri var nefnt eftir sveitinni og fékk nafnið Æfingarsund.

Það var Þorsteinn Jóhannsson, trésmiður á Flateyri, sem festi skiltið upp en hann mun vera einn helsti sérfræðingur sögu þessa svæðis, að sögn Björns Inga Bjarnasonar, forseta Hrútavinafélagsins Örvars.

Að sögn Björns Inga varð félagið til á hrútasýningu á Tóftum í Stokkseyrarhreppi hinum forna haustið 1999. Hljómsveitin Æfing frá Flateyri hafi þá mætt á hrútasýningu og slegið í gegn að venju.

„Félagið er því 25 ára og er því fagnað á ýmsan hátt þetta árið. Hrútavinafélagið er hópur fólks á Suðurlandi, blanda aðfluttra Vestfirðinga og heimamanna á Suðurlandi og starfar að þjóðlegu mannlífi og menningararfleifð til sjávar og sveita.

Guðfaðir Hrútavinafélagsins er Bjarkar Snorrason, fyrrverandi bóndi að Tóftum, og heiðursforseti er Guðni Ágústsson frá Brúnastöðum og fyrrverandi landbúnaðarráðherra til margra ára.“ Björn Ingi segir að forsöguna megi rekja til þess þegar götusundið hafi verið gengið að kvöldi 27. desember 1968 þegar Æfing kom fram í fyrsta sinn í lok fundar hjá Verkalýðsfélaginu Skildi. Hann segir að þetta áður nafnlausa götusund eigi sér merkan sess í mannlífs- og menningarsögu Flateyrar til áratuga.

Með þessu sé hljómsveitin komin í hóp með hljómsveitinni Geislum á Akureyri, en þar sé Geislagata nefnd henni til heiðurs. Sérstaklega sé þetta merkilegt fyrir Ingólf R. Björnsson, sem hafi á sínum tíma verið í Geislum og svo í Æfingu.

Skylt efni: Flateyri

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f