Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Gargandi hræsni
Skoðun 1. febrúar 2019

Gargandi hræsni

Höfundur: Hörðue Kristjánsson

Hugtakið að vera umhverfisvænn hefur verið gott og gilt í íslensku máli. Það er þó óðum að verða að útjaskaðri klisju sem sjálfhverfir framagosar nota á tyllidögum til að þykjast standa öðrum framar í væntumþykju um náttúruna.

Lýsti hræsni loftslagsumræðunnar sér berlega á efnahagsráðstefnu World Economic Forum sem haldin var í skíðabænum Davos í Sviss nýverið þar sem loftslagsmál voru í brennidepli. Þar komu allir helstu efnahags- og loftslagspostular heimsins saman og dugði ekkert minna en 1.500 reykspúandi einkaþotur til að flytja flottustu höfðingjana á þennan viðburð.

Að sögn breska blaðsins The Guardian sló þessi ferðamáti umhverfisvænna loftslagspostula nú öll met og voru þoturnar bæði stærri og flottari en áður hefur sést á slíkum ráðstefnum. Á ráðstefnu World Economic Forum á síðasta ári mættu þessir siðapostular „aðeins“ á 1.300 þotum til ráðstefnunnar. Samt segjast talsmenn ráðstefnunnar hafa mælst til þess að fulltrúar nýttu sér almennt farþegaflug eða sameinuðust allavega um þotur eins og kostur væri.

Í þessum ranni hljóma viðvaranir hins virta náttúruunnanda David Attenborugh um loftslagsmál ansi hjákátlega, en afar vinsælt hefur verið að flagga honum á slíkum ráðstefnum að undanförnu. Er þetta farið að minna meira á trúðasamkomur en alvöru umræður um mikilvægan málaflokk.
Flestir einkaþotufulltrúar og viðskipta­vinir einkaþotuþjónustu Air Charter Service á slíkum ráðstefnum undanfarin fimm ár hafa að sögn Guardian komið frá Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi, Bandaríkjunum, Rússlandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Svipað virðist vera upp á teningnum þegar kemur að sorp- og skolpumræðunni á Íslandi þótt hún sé eins og litli ljóti andarunginn við hliðina á öllum orðaflaumnum um gróðurhúsaáhrif og loftslagsmál.

Sorpeyðing er og hefur nánast verið bannorð í umræðu þeirra sem ráðið hafa ferðinni í þeim málaflokki á Íslandi í fjölmörg ár. Vegna slæmrar reynslu af fúski við brennslu á sorpi á liðnum árum  var tekin upp sú stefna að hætta brennslu og urða sorp þess í stað víða á landinu. Þannig hefur sorp verið flutt á milli landsfjórðunga til urðunar í landi Reykjavíkur í Álfsnesi.  Þetta hefur verið gert þrátt fyrir áralanga vitneskju um að senn komi að því að urðun á sorpi verði bönnuð um gervalla Evrópu.  Á sama tíma hefur þótt sæmandi að senda illa flokkuð úrgangsefni úr sorpi Íslendinga til brennslu í Svíþjóð og hvítþvo þannig hendur íslenskra ráðamanna af loftmengun vegna sorpbrennslu. Nú er verið að loka á sorpurðun Sunnlendinga í Álfsnesi og þá virðist eina úrræðið að flytja það með reykspúandi skipum alla leið til Svíþjóðar í brennslu.

Undanfarin ár hafa menn leitt hjá sér að finna almennilega lausn á sorpeyðingu Íslendinga vegna þvergirðingsháttar þeirra sem ráða ferðinni. Er í raun furðulegt að ekki hafi verið leitað í smiðju Svía sem hafa lengsta og besta reynslu í þessum málum. Lausnirnar hafa verið til í langan tíma svo engin haldbær afsökun er fyrir aðgerðarleysinu er til í málinu.

Sama á við varðandi skólpmál Íslendinga sem er annar stórskandall. Hér er skólpi dælt út í sjó, mislangt frá strönd um allt land og að mestu óhreinsað. Þannig er það m.a. frá mesta þéttbýli landsins á höfuðborgarsvæðinu sem er til háborinnar skammar. Þar þýðir ekki heldur að fela sig á bak við kjaftavaðal um að kanna þurfi leiðir til úrlausnar. Tæknin er til og hefur verið lengi. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...