Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Garðyrkjubændur vilja standa vörð um stjórnsýslu íslensks landbúnaðar
Mynd / SG
Fréttir 28. september 2018

Garðyrkjubændur vilja standa vörð um stjórnsýslu íslensks landbúnaðar

Stjórn Sambands garðyrkjubænda sendi í dag áskorun til þingmanna, ráðherra og landshlutasamtaka sveitarfélaga þar sem viðkomandi eru hvattir til að standa vörð um stjórnsýslu íslensks landbúnaðar. Áskorunin er unnin í kjölfar frétta um að hætt hafi verið við ráðningu skrifstofustjóra skrifstofu matvæla og landbúnaðar í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Falla þarf þegar í stað frá þeim áformum að sameina skrifstofu matvæla og landbúnaðar undir skrifstofu alþjóðamála,“ segir í áskoruninni.
 
Garðyrkjubændur segja að margvísleg verkefni bíði nú úrlausnar á sviði landbúnaðar, s.s. endurskoðun búvörusamninga, endurskoðun ýmissra reglugerða og laga er lúta að starfsumhverfi greinarinnar. Auk þess bíða sífellt ný verkefni og áskoranir er varða landbúnað til framtíðar, s.s. á sviði umhverfis- og loftslagsmála, menntunar og rannsókna, vöru- og tækniþróunar og byggða- og búsetuþróunar.
 
Garðyrkjubændur vísa í stjórnarsáttmálann máli sínu til stuðnings og rifja upp það sem ritað er um landbúnað:

,,Ísland á að vera leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum. Lögð verður áhersla á nýsköpun og vöruþróun til að stuðla að byggðafestu, auka verðmætasköpun og nýta tækifæri sem byggjast á áhuga á matarmenningu með sjálfbærni og gæði að leiðarljósi.

Meginmarkmiðið er að landbúnaður á Íslandi sé sjálfbær og vernd búfjárstofna sé tryggð. Eitt af fyrstu verkefnum ríkisstjórnarinnar verður að bregðast við vanda sauðfjárbænda til skemmri og lengri tíma. Samhliða nýrri kynslóð landbúnaðarsamninga verða innleiddir sérstakir aðlögunarsamningar um nýja starfsemi til sveita. Með þeim verður rudd braut fyrir bændur til að byggja upp nýjar búgreinar eða hasla sér völl á öðrum sviðum. Slíkir aðlögunarsamningar til búháttabreytinga verða tímabundnir og háðir skilyrðum um byggðafestu, verðmætasköpun og búsetu viðkomandi jarðar og geta stuðlað að nýsköpun, náttúruvernd og nýjum áherslum í rannsóknum og menntun. Forsenda þess að landbúnaður geti nýtt tækifæri framtíðarinnar er jafnvægi í framleiðslu, skilvirkt eftirlit og nýsköpun. Ríkisstjórnin ætlar að tryggja betur rétt neytenda til upplýsinga um uppruna, framleiðsluhætti, lyfjanotkun og umhverfisáhrif. Ríkisstjórnin mun ráðast í aðgerðir til að þróa lífhagkerfið enn frekar, grænar lausnir og aðferðir til að draga úr umhverfisáhrifum matvælaframleiðslu með hvötum og stuðningi sem miði meðal annars að kolefnisjöfnun greinarinnar. Efla þarf sérstaklega lífrænan landbúnað.“


Stjórn Sambands garðyrkjubænda. Aftari röð: Sigrún Pálsdóttir, Helga Ragna Pálsdóttir og Ragna Sigurðardóttir. Sitjandi eru þeir Þorleifur Jóhannesson og Gunnar Þorgeirsson. Mynd/KMA
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...