Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Björn Bragi Bragason, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, Harpa Sigríður Óskarsdóttir aðstoðarmaður Garðars Kára, Garðar Kári Garðarsson og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Björn Bragi Bragason, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, Harpa Sigríður Óskarsdóttir aðstoðarmaður Garðars Kára, Garðar Kári Garðarsson og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Mynd / Sigurjón Ragnar
Fréttir 26. febrúar 2018

Garðar Kári er Kokkur ársins 2018

Höfundur: smh

Garðar Kári Garðarsson, matreiðslumeistari hjá Eleven Experience - Deplar Farm, bar sigur úr býtum síðastliðinn laugardag í keppninni um nafnbótina Kokkur ársins 2018. 

Keppt var í Hörpu þar sem gestir gátu fylgst með keppendum að störfum. Yfirdómari í 11 manna dómnefnd var Christopher W. Davidsen frá Noregi. Hann er margverðlaunaður í keppnismatreiðslu og hefur meðal annars unnið til silfurverðlauna í hinni kunnu keppni Bocuse d‘Or.

Í tilkynningu frá mótshöldurum er haft eftir Christopher að keppendur hafi komið vel undirbúnir til leiks og að keppnin hafi verið hörð. „...ég verð að hrósa þessum ungu íslensku kokkum fyrir þeirra framlag og er sérstaklega hrifinn af Garðari Kára sem kom og heillaði dómnefndina með sínum flotta mat og faglegu vinnubrögðum. Ísland er hágæða matarland og íslenskir kokkar standa sig afar vel í alþjóðlegum samanburði svo sem í alþjóðlegum matreiðslukeppnum,“ sagði Christopher. 

Þorsteinn Geir Kristinsson, Garðar Kári Garðarsson og Sigurjón Bragi Geirsson.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...