Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Framkvæmdir hafa staðið í vetur við endurgerð hótelsins, sem verður formlega opnað fyrir gesti 15. maí.
Framkvæmdir hafa staðið í vetur við endurgerð hótelsins, sem verður formlega opnað fyrir gesti 15. maí.
Mynd / Róbert Daníel Jónsson.
Líf og starf 24. maí 2023

Gamla kirkjan nýtt sem svíta

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Mánudaginn 15. maí opnaði Hótel Blönduós dyr sínar á nýjan leik eftir gagngerar endurbætur sem hafa staðið yfir í vetur.

Hótelið er staðsett í gamla bænum á Blönduósi, sem kunnugir segja einstakan vegna ósnortinnar götumyndar, og er nú óðum að taka á sig fallega mynd til samræmis við upphaflegt útlit. Elsti hluti hótelsins, hið svokallaða Sýslumannshús, var byggt árið 1900 en frá árinu 1943 hefur það þjónað ferðalöngum, sem hótel og veitingastaður, sem einnig verður opnaður nú á ný undir nafninu Sýslumaðurinn.

Steinsnar frá hótelinu er gamla kirkjan í bænum sem verður nýtt sem svíta.

Eigendaskipti urðu á síðasta ári þegar dótturfélag fjárfestingarfélagsins InfoCapital festi kaup á hótelinu en stofnandi og stærsti eigandi þess er Blönduósingurinn Reynir Grétarsson.

„Við erum með 19 herbergi; einstaklingsherbergi, tveggja manna herbergi og fjölskylduherbergi. Baðherbergi er á öllum herbergjum sem og sturta en fjölskylduherbergin eru með baði. Útsýnið er breytilegt eftir herbergjum, ýmist yfir gamla bæinn eða Húnaflóann,“ segir Pétur Oddbergur Heimisson, markaðsstjóri hótelsins.

Þá má geta þess að seinna í sumar er áætlað að opna prjónakaffihús og búð með alls konar spennandi vörum við hliðina á hótelinu, auk þess sem Krúttið, gamla bakaríið á Blönduósi, sem er ská á móti hótelinu, mun opna sem viðburðarými í tengslum við hótelið.

Þá verður hægt að panta gömlu kirkjuna sem svítu eða undir ýmiss konar athafnir, en kirkjan er steinsnar frá hótelinu.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f