Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Gaman að mæta í vinnuna
Bóndinn 16. maí 2025

Gaman að mæta í vinnuna

Nú kynnast lesendur búskapnum á Syðra-Skörðugili þar sem stunduð er hrossarækt ásamt ferðaþjónustu. Fjölskyldan tekur yfir Instagram-reikning Bændablaðsins á næstu dögum þar sem hægt verður að fylgjast með lífi og starfi fjölskyldunnar.

Býli: Syðra-Skörðugil , Skagafirði.

Ábúendur: Eldra settið eru þau Elvar Einarsson & Fjóla Viktorsdóttir ásamt yngsta gullinu, henni Sigríði Elvu. Elvar er búfræðingur og reiðkennari að mennt og Fjóla er menntaður bókari og starfar við það.

Yngra settið eru þau Viktoría Eik Elvarsdóttir & Julian Veith. Þau hafa bæði lokið Bs-námi í reiðmennsku og reiðkennslu frá Háskólanum á Hólum. Julian starfar einnig við járningar.

Gæludýr: Það mun vera hún Rósa, papillion hundurinn hennar Sigríðar Elvu, Sara, hesthúsahundurinn á bænum, og svo eru tveir kettir í hesthúsinu, systkinin Gulli og Yrja.

Stærð jarðar? Jörðin er í heild rétt um 300 hektarar

Gerð bús? Hér rekum við í sameiningu hrossaræktarbú með hestatengdri ferðaþjónustu.

Fjöldi búfjár? 150 hross.

Hvers vegna veljið þessa búgrein? Allt sem viðkemur hestum er okkur hjartans mál. Hér hafa allir gaman af því að mæta í vinnuna og það er afar mikilvægt í lífinu. Hrossaræktin ein og sér er ekki örugg tekjulind og því fannst okkur skynsamlegt að bæta ferðaþjónustunni við og höfum rekið hér hestatengda ferðaþjónustu frá árinu 2015 með góðum árangri. Við bjóðum bæði upp á gistingu og styttri og lengri hestaferðir.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það er auðvitað hafragrautur á morgnana fyrir þá sem eru á þeim vagni. Tekið spjall og farið yfir verkefni dagsins sem eru æði oft mjög fjölbreytileg. Yngsta gullið fer í skólann sinn og aðrir halda til vinnu. Það er þjálfað fram að hádegi, þá er matur og bændaleggja ef það gefst stund. Þegar rekin er tamningastöð, ferðaþjónusta og bókhaldsstofa á einu og sama heimilinu þá getur oft verið ansi mikið um að vera á hverjum degi og gestagangur því æði mikill. Dagurinn fer því ekki alltaf eins og áætlað var en oftast snýst hann að mestu um að þjálfa og sinna öðrum bústörfum. En eftir hádegi er haldið út aftur og haldið áfram að þjálfa og kláruð verk dagsins.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Held ég geti sagt að okkur finnist flest skemmtilegt sem við gerum í búskapnum. Það verður auðvitað alltaf að vera gaman.

Hvernig er að búa í dreifbýli? Það eru auðvitað algjör forréttindi! Ekkert betra.

Hvað er það jákvæða við að vera bóndi? Vera sjálfstæður!

Hverjar eru áskoranirnar? Að halda áfram að hlúa vel að sínu og sínum.

Hvernig væri hægt að gera búskapinn ykkar hagkvæmari? Það er örugglega fullt af hlutum sem má gera betur hér á bæ. Held samt að við höfum reynt að hlúa þannig að okkar rekstri að gott verði fyrir unga fólkið að taka við. Það mætti kannski fækka hrossunum eða a.m.k. taka til í flotanum.

Hvernig sjáið þið landbúnað á Íslandi þróast næstu árin? Hvað varðar hrossaræktina þá held ég að hún sé nú alltaf á góðri leið. Við Íslendingar ræktum alltaf betri og betri hross og eftirspurnin virðist vera mikil, þó misjöfn milli ára. Við erum þó hugsi yfir útflutningi á frosnu sæði, það getur ekki verið góð þróun í markaðsmálum fyrir hrossaræktendur á Íslandi. Einungis fáir aðilar sem græða á því pening.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það myndi vera riðuniðurskurður árið 2022.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...