Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Tíðindin í maí þóttu mjög slæm, enda var þá búist við að um helmingur afkvæma Galla bæru áhættuarfgerð fyrir riðusmiti.
Tíðindin í maí þóttu mjög slæm, enda var þá búist við að um helmingur afkvæma Galla bæru áhættuarfgerð fyrir riðusmiti.
Fréttir 11. júlí 2022

Galli reyndist ekki gallagripur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Greint var frá því hér í blaðinu í lok maí síðastliðnum að hrúturinn Galli (20­875) frá Hesti væri meintur gallagripur, þar sem talið var að hann væri með áhættuarfgerð fyrir riðusmiti.

Nú hefur hins vegar komið á daginn, að vegna þess að ruglingur varð á sýnum er raunin sú að Galli er ekki með þessa áhættuarfgerð, heldur hlut- lausa arfgerð.

Þetta kemur fram í aðsendri grein Eyþórs Einarssonar, sauðfjárræktarráðunautar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, á blaðsíðu 46.

Galli kom nýr inn á sæðingastöð í desember og var einmitt upphaflega tekinn inn á sæðingastöð á þeim forsendum að hann hefði hlutlausa arfgerð.

Því var um falsfrétt að ræða í maí, en Eyþór segir að þetta hafi komið fram þegar nokkrir sæðingahrútar voru endurgreindir til að fá ýtarlegri niðurstöður um arfgerðir þeirra.

Tíðindin í maí þóttu mjög slæm, enda var þá búist við að um helmingur þeirra afkvæma sem myndu fæðast undan Galla bæru áhættuarfgerðina.

Eyþór harmar að rangar upplýsingar hafi verið settar fram en um mannleg mistök hafi átt sér stað á tilraunastofu og eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar.

Ánægjulegt sé að Galli geti haldið áfram veru sinni á sæðingastöð þar sem ýmsar ábendingar hafi heyrst af fallegum lömbum undan honum í vor.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...