Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Gallabuxnafár, grátið við skákborðið og brúðkaup MC
Mynd / Andras Kontokanis
Líf og starf 20. janúar 2025

Gallabuxnafár, grátið við skákborðið og brúðkaup MC

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Það ríkti engin lognmolla í skákheiminum á milli jóla og nýárs. Heimsmeistaramótið í at- og hraðskák fór fram í New York og segja má að taflmennskan sjálf hafi orðið undir í fyrirsögnunum meðan á mótinu stóð.

Magnus Carlsen var rekinn úr atskákmótinu vegna undarlegra gallabuxnareglna hjá FIDE. Málið vakti mikla athygli og margir töldu FIDE ganga of langt í smámunasemi. Svo fór að sættir náðust og Magnus tók
þátt í hraðskákkeppninni og tefldi til úrslita við Ian Nepomniachtchi (Nepo).

Þegar illa gekk að ná í hrein úrslit stakk Magnus upp á því að þeir myndu einfaldlega skipta titlinum sín á milli, sem FIDE samþykkti. Væntanlega hefur FIDE ekki viljað rugga bátnum neitt frekar þegar kemur að Carlsen, eftir að friðarsamningar á milli Magnusar og FIDE náðust í kjölfar gallabuxnafársins.

Það er fordæmalaust að tveir skákmenn skipti á milli sín titli í skák, en það hefur þó gerst einu sinni á Ólympíuleikum að tveir sigurvegarar séu krýndir.

Annað sem vakti mikla athygli á mótinu í New York voru endalok skákar Vassily Ivanchuk og Daniel Naroditsky þar sem sá fyrrnefndi féll á tíma með hálfunna stöðu. Ivanchuk brast í grát við skákborðið sem var mjög átakanlegt að horfa á. Skákin getur verið harður skóli.

Magnus Carlsen giftist síðan sinni heittelskuðu Ella Victoria Malone 4. janúar sl. í Holmenkollen-kirkjunni í Noregi. Ekki er umsjónarmanni kunnugt um hvort Victoria kunni mannganginn, en Magnús var a.m.k. ekki í gallabuxum.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband, Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Hvítur mátar í tveimur leikjum. Skákþrautin í dag er í léttari kantinum. Db8+ Rxb8 (sem er þvingaður leikur). Hd8 mát!

Skylt efni: Skák

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...