Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Heilbrigðiseftirlitssvæðin eru níu talsins.
Heilbrigðiseftirlitssvæðin eru níu talsins.
Mynd / SHÍ
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri reglugerð um hollustuhætti. Breytingar um starfsleyfisskilyrði þykja íþyngjandi og ekki til þess fallnar að einfalda ferla eða minnka kostnað.

Ný reglugerð um hollustuhætti tók gildi þann 26. júlí síðastliðinn. Reglugerðin, sem er nr. 903/2024 tók við af reglugerð um hollustuhætti frá árinu 2002, með síðari breytingum. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið vakti athygli á gildistöku hennar með pósti til heilbrigðiseftirlita í ágúst. Heilbrigðisnefndir hafa tekið hana fyrir á fundum nú síðsumars.

Hryggjarstykki í starfi heilbrigðiseftirlits

Í fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja segir að reglugerðin sé ein sú mikilvægasta á verksviði heilbrigðiseftirlits og ætla megi að hún snerti leyfismál meirihluta þeirra fyrirtækja sem stofnunin hefur eftirlit með, auk þess sem hún hafi að geyma ýmis ákvæði sem snerta réttindi almennings.

Nefnd eru dæmi um nokkrar breytingar á reglugerðinni: Ákvæði um fjögurra vikna auglýsingaskyldu starfsleyfa, stjórnvaldssektir gegn alvarlegri brotum, að ákvæði um hávaða hafi verið fellt út en eftirlit með leiksvæðum fjölbýlishúsa verið tekið upp og að kynjalaus salerni séu nú talin æskileg.„Nefndin telur fulla þörf á að reglugerðin fái betri kynningu meðal hagaðila, almennings og stjórnvalda og skorar á umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að gera sem fyrst bragarbót á.“

Framkvæmdastjóri heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness gerði á fundi þess grein fyrir að reglugerðin væri nokkurs konar hryggjarstykki í starfi heilbrigðiseftirlits, þar sem gerð væri grein fyrir meginverkefnum heilbrigðiseftirlitsins. Ekki væri hægt að sjá að breytingarnar sem gerðar voru séu til þess fallnar að einfalda ferla og minnka kostnað við leyfisveitingar og eftirlit. „Þannig væri nú gert ráð fyrir að auglýsa þyrfti öll starfsleyfi í fjórar vikur fyrir útgáfu og heilbrigðiseftirliti veittar fjórar vikur til að fara yfir og ganga frá starfsleyfum. Að mati framkvæmdastjóra er ný reglugerð ekki nægjanlega kynnt og ljóst að breyta þarf tilvísunum í öllum starfsleyfisskilyrðum og starfsskilyrðum svo þau séu til samræmis við nýútgefna reglugerð.“

Kallað eftir skýrum leiðbeiningum

Á sama hátt telur heilbrigðisnefnd Suðurlands reglugerðina ekki til þess fallna að einfalda ferla og minnka kostnað.

„Sem dæmi er krafa um að auglýsa öll starfsleyfi í fjórar vikur fyrir útgáfu, slíkt mun auka kostnað fyrir rekstraraðila og heilbrigðiseftirlit ásamt því að tefja fyrir afgreiðslu starfsleyfa,“ segir í fundargerð þess. Einnig segir í fundargerð heilbrigðiseftirlits Austurlands að það telji breytingarnar er varða útgáfu starfsleyfa íþyngjandi fyrir fyrirtæki sökum lengri afgreiðslufrests og muni koma til með að auka kostnað. Kallað er eftir kynningu á breytingum á reglugerðinni og skýrum leiðbeiningum um framkvæmd nýrra ákvæða.

Skylt efni: Heilbrigðiseftirlit

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...