Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gáfuð ofursvín gera usla
Utan úr heimi 2. mars 2023

Gáfuð ofursvín gera usla

Höfundur: Vilmundur Hansen

Blendingsstofn af svínum, sem búin voru til með æxlun ali- og villisvína í Kanada um 1980, þykja almennt betur gefin og úræðabetri en foreldrarnir.

Ekki liðu mörg ár þar til nokkrum af ofursvínunum var sleppt úr haldi og hófu nýtt líf í náttúrunni og eins og svína er siður fjölgaði þeim hratt og útbreiðsla þeirra óx að sama skapi.

Nú er svo komið að svínin eru farin að leita yfir landamærin til norðurríkja Bandaríkjanna þar sem litið er á þau sem ólöglega innflytjendur og ógn við náttúruna.

Upprunaleg hugmynd með að æxla saman ali- og villtum svínum var að ná fram stofni sem gæfi meira af sér og þyldi betur kalt veðurfar í Kanada. Eftir verðfall á svínakjöti í landinu slepptu nokkrir bændur svínunum sínum lausum með þeim afleiðingum að þau urðu með tímanum víða til vandræða.

Svínin er á bilinu 70 til 90 kíló að þyngd, alætur og árásargjörn sé að þeim veist. Auk þess sem þau eru harðgerð og úrræðagóð þegar kemur að því að leynast og því erfitt að fækka þeim þar sem þau hafa á annað borð komið sér fyrir.

Skylt efni: Svínarækt

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f