Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Alls náðust 55 fósturvísar frá tveimur búum í Noregi í maí. Fósturvísarnir eru undan þremur nautum og sjö kvígum. Fremst á myndinni er 1622 Laura av Høystad sem gaf sex fósturvísa, undan nautinu 74029 Horgen Erie.
Alls náðust 55 fósturvísar frá tveimur búum í Noregi í maí. Fósturvísarnir eru undan þremur nautum og sjö kvígum. Fremst á myndinni er 1622 Laura av Høystad sem gaf sex fósturvísa, undan nautinu 74029 Horgen Erie.
Fréttir 22. júní 2017

Fyrstu naut af nýjum stofni væntanleg í vor

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Fósturvísar af Aberdeen-Angus holdanautgripum frá Noregi voru teknir í maí  sl. og stefnt er á að þeir verði settir upp í íslenskar kýr í nýrri einangrunarstöð Nautgriparæktarmiðstöðvar Íslands á Stóra-Ármóti í Flóa í september nk. Gangi það eftir koma fyrstu kálfarnir í heiminn vorið 2018.
 
Upphaflega var gert ráð fyrir að fluttir yrðu inn 40 fósturvísar fyrir 16–20 kýr en alls náðust 55 fósturvísar frá tveimur búum í Noregi í maí. Fósturvísarnir eru undan þremur nautum og sjö kvígum; kvígurnar eru undan fjórum nautum.
 
Miklar heilbrigðiskröfur
 
Nú eru fósturvísarnir í sóttkví en minnst 60 dagar þurfa að líða frá því að fósturvísarnir eru teknir, þangað til þeir eru settir upp í fósturmæður, samkvæmt heilbrigðiskröfum. 
 
„Venjuleg heilbrigðisvottorð, fyrir t.d. sæði, gera ráð fyrir mánaðarbið en þar sem heilbrigðiskröfur innflutningsins eru gríðarlega miklar þá eru allir tímafrestir tvöfaldaðir,“ segir Baldur Helgi Benjamínsson  búfjárerfðafræðingur. Á meðan verður grannt fylgst með gripunum og litið er eftir minnstu sjúkdómseinkennum. 
 
„Ef eitthvað kemur upp á meðan á þessu tímabili stendur verða fósturvísarnir ekki notaðir. Varúðarráðstafanirnar snúast allar um að fyrirbyggja eins og mögulegt er að þessu fylgi nokkur einasta áhætta varðandi sjúkdóma í íslensku búfé,“ segir Baldur Helgi.
 
Sýklalyfjanotkun hvergi minni 
 
Næsta skref er að Nautgripa­ræktarmiðstöð Íslands (NautÍs) sækir formlega um heimild til Matvælastofnunar til innflutningsins en fyrir liggja meðmæli Fagráðs í nautgriparækt fyrir innflutningnum. 
 
Samkvæmt reglugerð um innflutning erfðaefnis holda­nauta og kröfur um útbúnað einangrunarstöðva nr. 850/2015, með síðari breytingum, er einungis heimilt að flytja inn erfðaefni frá Noregi. Sú skipan byggist alfarið á þeirri staðreynd að heilsufar nautgripa í Noregi er með því besta sem þekkist í heiminum. Sýklalyfjanotkun í landbúnaði er til að mynda hvergi minni en þar.
 
Einangrunarstöð í byggingu
 
Þá eru byggingaframkvæmdir á Stóra-Ármóti í fullum gangi. Samkvæmt upplýsingum frá Sveini Sigurmundssyni, framkvæmda­­stjóri NautÍs, og Búnaðar­sambandi Suðurlands, er grunnur og haugkjallari nýrrar einangrunar­miðstöðvar tilbúnir og verið er að steypa veggi.
 
Angus-kynið er að sögn Baldurs harðgerðir gripir sem henta vel, þar sem búskapur byggir á nýtingu beitar og gróffóðurs. Við val á nautum var lögð áhersla á góða móðureiginleika (mjólkurlagni og léttan burð) og mikil kjötgæði; meyrt og fitusprengt kjöt. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f