Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hjalti Egilsson, bóndi á Seljavöllum, kampakátur með nýjar premier kartöflur. Hann spáir góðri uppskeru í ár. Mynd / Halldóra Hjaltadóttir
Hjalti Egilsson, bóndi á Seljavöllum, kampakátur með nýjar premier kartöflur. Hann spáir góðri uppskeru í ár. Mynd / Halldóra Hjaltadóttir
Fréttir 20. júlí 2020

Fyrstu kartöflurnar komnar á markað

Höfundur: Vilmundur Hansen

„Tíðin í Hornafirði hefur verið góð það sem af er sumri og allur gróður vaxið vel,“ segir Hjalti Egilsson, bóndi á Seljavöllum í Nesjum, en hann tók upp fyrstu kartöflurnar og sendi á markað í síðustu viku.

„Ég tók upp um þrjú tonn til að byrja með og svo önnur tonn daginn eftir. Þetta er allt premier sem er ræktað undir plasti og tíminn sem við tökum þær upp núna er sá sami og í fyrra en munurinn er að þær fóru viku seinna núna en í fyrra þannig að tíðin hefur náð að vinna það upp.“

Hjalti ræktar kartöflur á um 26 hekturum en af því eru ekki nema tveir hektarar af premier og einn undir plasti. Megnið af ræktuninni er aftur á móti gullauga.

Uppskeran lofar góðu

„Ég reikna með að við klárum að taka upp premier kartöflurnar á næstu dögum og að við förum að taka upp gullauga seinna í þessari viku. Uppskeran í ár lofar góðu en eins og við vitum þá getur ýmislegt gerst í kartöflurækt og veðrið ræður.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...