Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fyrstu íslensku hamptrefjaplöturnar
Fréttir 9. janúar 2020

Fyrstu íslensku hamptrefjaplöturnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrsta trefjaplatan úr stilkum iðnaðarhamps sem ræktaður var á bænum Gautavík í Berufirði síðastliðið sumar leit dagsins ljós fyrir skömmu. Pálmi Einarsson, bóndi í Gautavík og iðnhönnuður, framleiddi plötuna.

Úr plötunni skar Pálmi svo út hamplauf í geislaskurðarvél fyrirtækisins Geislar sem er staðsett á bænum og er í eigu hjónanna Pálma og Oddnýjar Önnu Björnsdóttur.

Matvinnsluvélin kom sér vel

„Ég notaði Kitchenaid matvinnsluvél sem við hjónin fengum í jólagjöf til að hakka stönglana niður, þar sem við eigum enn sem komið er engin sérhæfð tæki til þess. Ég byrjaði á því að skera út mót úr akrýlplasti. Að því loknu blandaði ég epoxy resíni saman við hampkurlið, setti í mótið og pressaði saman.

Þegar resínið var búið að taka sig nokkrum klukkutímum síðar, tók ég mótið í sundur og trefjaplötuna úr. Ég átti þetta resín til en í framtíðinni er ætlunin að nota eitthvað umhverfisvænna,“ segir Pálmi.

Markmiðinu náð

Pálmi segir að meginmarkmiðið með hampverkefninu, fyrir utan að vekja athygli á notagildi hampsins og möguleika hans til að stórauka sjálfbærni á fjölmörgum sviðum, hafi verið að kanna hvort hægt væri að rækta hamp til að nota sem hráefni í framleiðsluvörur Geisla og verða þannig sjálfbærari um hráefni.

„Í dag notum við innfluttan krossvið og svokallaðar MDF plötur til að skera vörurnar okkar úr. Íslendinga hefur löngum skort hráefni til iðnaðar og við teljum að iðnaðarhampur sé raunhæfur valkostur enda hægt að rækta hann bæði úti og inni, við eigum nóg landsvæði og næga orku. Bónusinn er að hampurinn bindur meira kolefni en nokkur önnur planta og þarf engin eiturefni til að þrífast og er því einstaklega umhverfisvænn.“

Næstu skref

Að sögn Pálma mun þróunarvinnan við framleiðsluna halda áfram og að næsta skref sé að fjárfesta í afhýðingarvél.

„Sú vél mun hafa töluvert meiri afkastagetu en eldhústæki og til kaupa á henni verður meðal annars notaður styrkur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sem við fengum nýlega.Reynsla okkar til þessa hefur sýnt okkur að framtíð iðnaðarhamps á Íslandi sé björt, enda var tilgangurinn með þessu að færa hann aftur undir ljósið,“ segir Pálmi að lokum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f