Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Frá Eyjafirði. Áform eru um að þrengja ákvæði um forkaupsrétt sameigenda að jörðum með það að markmiði að stemma stigu við vaxandi fjölda jarða í fjölmennri sameign.
Frá Eyjafirði. Áform eru um að þrengja ákvæði um forkaupsrétt sameigenda að jörðum með það að markmiði að stemma stigu við vaxandi fjölda jarða í fjölmennri sameign.
Mynd / ghp
Fréttir 28. janúar 2025

Fyrstu áform ráðherra

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Matvælaráðuneytið hefur lagt fram til umsagnar sitt fyrsta skjal á nýju ári. Ráðuneytið áformar að breyta jarðalögum.

Þann 14. janúar sl. birtist í samráðsgátt áformaskjal vegna frumvarps til laga um breytingar á jarðalögum nr. 81/2004. Í þeim er lagt til að þrengja ákvæði um forkaupsrétt sameigenda að jörðum.

Áformunum er ætlað að bregðast við tilteknum vandkvæðum og stemma stigu við vaxandi fjölda jarða í fjölmennri sameign. Í fylgiskjölum kemur fram að jörðum í fjölmennri óskiptri sameign hafi fjölgað umtalsvert á undanförnum tveimur áratugum og eigendahópar orðið fjölmennari, t.d. vegna erfða.

Umsagnarfresti lauk 21. janúar en Bændasamtökin ein skiluðu inn umsögn. Þar fagna þau áformunum og styðja markmið þeirra, sem eru m.a. að stuðla að nýtingu jarða í samræmi við landkosti, virkri ákvörðunartöku og skýru fyrirsvari. Skipulag landbúnaðarlands, vernd þess og mikilvægi fyrir fæðuöryggi, matvælaöryggi og þjóðaröryggi séu grundvallaratriði fyrir framtíðarhag þjóðarinnar.

Samtökin leggja til að gengið verði lengra og sameigendum, sem falla undir tiltekin ákvæði og þegar fjöldi eigenda er komin yfir 5–10, gert skylt að stofna félag um eignarhaldið.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...