Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Umplöntunarróbótinn í Sólskógum. Nýting gróðurhúsanna bætist til muna þegar hægt er að sá í lítil ræktunarhólf.
Umplöntunarróbótinn í Sólskógum. Nýting gróðurhúsanna bætist til muna þegar hægt er að sá í lítil ræktunarhólf.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kjarnaskógi, rétt innan við Akureyri.

Katrín Ásgrímsdóttir.

Katrín Ásgrímsdóttir, annar eigenda Sólskóga, segir þetta vera myndavélastýrt tæki sem taki upp plöntur úr bökkum með mjög smáum ræktunarhólfum og færi yfir í bakka með stærri hólf. Tækið skynji hvar spírun hefur heppnast og því náist full nýting á stærri ræktunarhólfunum, í staðinn fyrir 80 til 85 prósent.

Margföld afköst

„Þetta breytir algjörlega öllum ræktunaráætlunum hjá okkur,“ segir Katrín. Áður en þau fengu róbótinn þurftu þau að sá beint í stærri ræktunarhólfin sem leiddi til verri nýtingar á gróðurhúsunum. „Ég get komið fjórum til fimm milljónum plantna inn í tvö þúsund fermetra gróðurhús í staðinn fyrir átta hundruð þúsund til eina og hálfa milljón,“ tekur hún fram.

Þökk sé vélinni geta þau sáð mun fyrr en áður. Núna byrjuðu þau að sá í byrjun mars og verður þeim plöntum umplantað í maí og júní þar sem þær verða látnar vaxa utandyra.

Róbótinn geri flokkun á plöntum jafnframt mun skilvirkari. Katrín nefnir sem dæmi birkiplöntur sem umplantað var í fyrra sem vor allar mjög jafnar í bökkunum. Viðskiptavinirnir hafi þar af leiðandi verið himinlifandi.

Stærsti framleiðandi landsins

Aðspurð hvort vélin hafi verið dýr segir Katrín það vera afstætt. Sjálfur róbótinn hafi kostað nokkra tugi milljóna en þau hafi einnig þurft að byggja upp aðstöðu sem hafi ekki kostað minna. Það hafi meðal annars verið vinnslusalur fyrir vélina og frystigeymsla fyrir plöntur. Sólskógar eru með eina umplöntunarróbótinn á landinu, enda langstærsti framleiðandi skógarplantna hérlendis.

Þessi tækni er ekki alveg ný, en Katrín sá sambærilega vél við skógarplöntuframleiðslu í Noregi fyrir nokkrum árum. Þá hafi blómaræktendur í Evrópu nýtt sér umplöntunarróbóta í þónokkurn tíma. Hröð þróun sé í tæknibúnaðinum og reiknar Katrín með að mikill munur sé á þessari vél og þeim sem voru framleiddar fyrir áratug. Þessi tiltekni umplöntunarróbóti kemur frá Viscon Group í Hollandi.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f