Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Veitingastaðurinn Under, sem staðsettur er í Lindesnesi í Noregi, er stærsti neðansjávarveitingastaður í heiminum.
Veitingastaðurinn Under, sem staðsettur er í Lindesnesi í Noregi, er stærsti neðansjávarveitingastaður í heiminum.
Fréttir 24. apríl 2019

Fyrsti neðansjávarveitingastaður í Evrópu

Höfundur: ehg
Norska arkitektafyrirtækið Snøhetta kynnti á dögunum fyrsta neðansjávarveitingastað í Evrópu og þann stærsta sinnar tegundar í heiminum sem nú hefur tekið til starfa í Lindesnesi í Noregi. Veitingastaðurinn, sem ber nafnið Under, er á syðsta hluta strandlengju Noregs þar sem sjórinn lemur á staðnum úr norðri og verður einnig notaður sem rannsóknarstöð fyrir lífið neðansjávar. 
 
Lindesnes er þekkt fyrir öfga í veðri, þar sem skilin milli logns og storms geta breyst nokkrum sinnum á dag. Veitingastaðurinn mun taka 40 manns í sæti og rúmu ári fyrir opnun hans höfðu 1.200 manns pantað sér borð á þessum áhugaverða veitingastað. Bræðurnir Gaute Ubostad, sem á og rekur Lindesnes Havhotell og bróðir hans, Stig, fengu hugmyndina að veitingastaðnum og ákváðu að framkvæma hana með góðri hjálp Snøhetta-fyrirtækisins. Nú er nánast uppbókað á veitingastaðinn út septembermánuð. Hafa bræðurnir fengið danska kokkinn Nicolai Ellitsgaard Pederesen til liðs við sig þar sem framreiddur verður norrænn matur en um 20 réttir verða á matseðlinum. Vilja þeir þó leggja áherslu á að þetta verði ekki sjávarréttaveitingastaður, heldur blanda af öllu því besta fáanlega á hverjum tíma. Gestir sem eru svo heppnir að fá borð á veitingastaðnum geta vænst þess að eyða um 30 þúsund krónum íslenskum í máltíðina og að auki þurfa allir sem panta borð að borga fyrirvaragjald upp á um 15 þúsund íslenskar krónur. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...