Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, setti upp fyrsta Icelandic lamb-skjöldinn á Yuki Daruma, en hann
var nýverið í opinberri heimsókn í Japan. Veggir veitingastaðarins eru þaktir nöfnum japanskra súmó-glímukappa.
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, setti upp fyrsta Icelandic lamb-skjöldinn á Yuki Daruma, en hann var nýverið í opinberri heimsókn í Japan. Veggir veitingastaðarins eru þaktir nöfnum japanskra súmó-glímukappa.
Fréttir 7. júní 2018

Fyrsti Icelandic Lamb-skjöldurinn settur upp á veitingastað utan Íslands

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Markaðsstofan Icelandic lamb hefur undanfarin misseri unnið að markaðssetningu á íslensku lambakjöti í Japan í samvinnu við kjötútflytjendur og japanska fyrirtækið Global Vision.

Fyrirtækið flytur inn ýmsar sérvörur til Japans frá Evrópu og Norður-Ameríku og selur til veitingastaða, svæðisbundinna dreifingaraðila og sérverslana. Nú þegar er íslenskt lambakjöt komið á
matseðla um 100 veitingastaða og fæst auk þess í nokkrum völdum verslunum.

Helsta verkefni markaðsstofunnar Icelandic Lamb snýr að því að kynna íslenskt lambakjöt og aðrar sauðfjárafurðir fyrir erlendum ferðamönnum á Íslandi. Þegar hefur verið komið á samstarfin við um 120 veitingastaði sem setja lambakjöt í öndvegi og um 40 aðra aðila í framleiðslu, hönnun og nýsköpun. Að auki vinnur markaðsstofan að sérstökum útflutningsverkefnum.

Fyrsti formlegi samstarfsveitingastaðurinn utan Íslands

Á dögunum var skrifað undir fyrsta formlega samstarfssamning Icelandic Lamb við veitingastað utan Íslands. Samningurinn er við veitingastaðinn Yuki Daruma í Tókíó. Nafnið þýðir snjókarl en eigandi hans er fyrrum frægur súmó-glímukappi. Staðurinn er einn af vinsælustu stöðum Tókíóborgar sem bjóða upp á mongólskt grill. Staðurinn er sérstaklega þekktur fyrir það að veggirnir eru þaktir eiginhandaráritunum frægra íþróttamanna og leikara.


Guðlaugur Þór setti upp skjöld

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, setti upp fyrsta Icelandic lamb-skjöldinn á Yuki Daruma, en hann var nýverið í opinberri heimsókn í Japan.

Fimmtán aðrir veitingastaðir hafa þegar óskað eftir að gera sambærilegan samstarfssamning og skuldbinda sig um leið til að bjóða eingöngu upp á íslenskt lambakjöt og hafa það ávallt á matseðli. Að auki verða fljótlega opnaðir þrír grillstaðir til viðbótar sem ekki munu bjóða upp á neitt annað en íslenskt lambakjöt.

Skylt efni: Japan | Lambakjöt í Japan

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...