Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Konráð Valur á verðlaunapalli ásamt Brynju Sophie Arnarsson, Þýskalandi sem varð í 2. Sæti og Elise Harryson, Svíþjóð sem varð í þriðja sæti.
Konráð Valur á verðlaunapalli ásamt Brynju Sophie Arnarsson, Þýskalandi sem varð í 2. Sæti og Elise Harryson, Svíþjóð sem varð í þriðja sæti.
Mynd / wcicelandichorses2017
Fréttir 11. ágúst 2017

Fyrsti heimsmeistaratitillinn í höfn

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Konráð Valur Sveinsson hampaði heimsmeistaratitli í gæðingaskeiði flokki ungra knapa í gærkvöldi.

Konráð Valur og Sleipnir frá Skör komu fram af miklu öryggi í báðum sínum sprettum og uppskáru 7,50 í lokaeinkunn, nær 90 kommum hærra en Brynja Sophie Arnarson frá Þýskalandi sem varð í öðru sæti.

Gæðingaskeið er krefjandi keppnisgrein sem reynir á snerpu og nákvæmt samspil knapa og hests. Keppendur skulu leggja á skeið frá stökki, skeiða 100 metra leið og hægja niður á 50 metrum.

Þetta er í annað sinn sem Konráð Valur sigrar keppnisgreinina á Heimsmeistaramóti, en hann hampaði einnig verðlaununum árið 2013, þá á hestinum Kjarki frá Árbæjarhjáleigu II.

Magnús og Valsa í stuði

Magnús Skúlason, sem keppir fyrir Svíþjóð, sigraði flokk fullorðinna á Valsa från Brösarpsgården.

Magnús og Valsa sigruðu gæðingaskeið fullorðinna. Mynd/ Jacco Suijkerbuijk

Hann skaut þar tveimur fyrrum heimsmeisturum ref fyrir rass. Titilverjandinn Teitur Árnason og Tumi frá Borgarhóli urðu í þriðja sæti og kempurnar Guðmundur Einarsson og Sproti frá Sjávarborg fengu silfur. Guðmundur og Sproti sigruðu greinina árið 2009.

Magnús og Valsa tryggðu sér einnig sæti í úrslitum fimmgangs fyrr í vikunni og munu því gera atlögu að öðrum titli.

Hápunktur heimsmeistaramóts íslenska hestsins í Oirschot í Hollandi er um helgina en þá fara fram úrslit í öllum hringvallargreinum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...