Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fyrsta slætti víðast lokið
Fréttir 25. júlí 2019

Fyrsta slætti víðast lokið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Heyskapur hefur gengið vel á Norður- og Suðurlandi í sumar og fyrsta slætti víðast lokið og annar sláttur hafinn. Tún í Lóni eru sums staðar illa farin af þurrki.

Sigurgeir Hreinsson, fram-kvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, segir að fyrsti sláttur hafi hafist um 10. júní og gengið ágætlega. „Það var skúrasamt á tímabili og menn þurftu því að hafa hraðar hendur eins og þeir hafa reyndar oft í dag með góðum græjum. Tekjan eftir fyrsta slátt var frá því að lafa í meðaluppskeru og í að vera 30% minni en í meðalári þar sem er þurrlent. Nú er víða orðið svo loðið að menn eru farnir í annan slátt en undanfarið hefur verið skúrasamt og það hefur tafið fyrir.“

Miðað við sprettuna undanfarið tel ég víst að þeir sem klára annan slátt á næstu dögum þurfi að slá í þriðja sinn í lok ágúst.“

Að sögn Sigurgeirs hófst sláttur í Þingeyjarsýslu seinna en í Eyjafirði og enn seinna sem austar dró og þar sé sláttur ekki enn hafinn á sumum stöðum.

Góð tíð á Suðurlandi

Sveinn Sigurmundsson hjá Búnaðarsambandi Suðurlands segir að tíðin á Suðurlandi hafi verið góð það sem af er sumri. „Langflestir bændur eru langt komnir með fyrsta slátt eða búnir með hann. Margir eiga eftir að slá hána og grænkál þegar líður að hausti. Ég hef ekki heyrt annað en að heyskapurinn hafi gengið vel hjá öllum og tekjan sæmileg.“

Sveinn segist hafa verið á ferð í Austur-Skaftafellssýslu fyrir skömmu og komið honum á óvart hvað mörg tún í Lóni voru illa farin af þurrkum. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f