Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hér er Sigurður Loftsson búinn að taka fyrstu skóflustunguna að nýrri einangrunarstöð. Með honum eru frá vinstri, Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands, Gunnar Kr. Eiríksson, formaður stjórnar Búnaðarsambandsins, Baldur Indriði
Hér er Sigurður Loftsson búinn að taka fyrstu skóflustunguna að nýrri einangrunarstöð. Með honum eru frá vinstri, Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands, Gunnar Kr. Eiríksson, formaður stjórnar Búnaðarsambandsins, Baldur Indriði
Mynd / MHH
Fréttir 1. september 2016

Fyrsta skóflustungan tekin að nýrri einangrunarstöð fyrir holdanautgripi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sigurður Loftsson, formaður stjórnar Nautgripa­ræktarmiðstöðvar Íslands, mætti nýlega vopnaður stunguskóflu á Stóra-Ármót í Flóahreppi. Þar tók hann fyrstu skóflustunguna að nýrri einangrunarstöð fyrir holdanautgripi. 
 
Stöðin verður í 500 fermetra húsnæði sem verður tilbúið um næstu áramót. Fósturvísarnir munu koma frá Noregi en tilgangur stöðvarinnar er að koma upp arfhreinum gripum af Aberdeen Angus-kyni. Fósturvísarnir verða ekki kyngreindir þannig að það munu koma bæði naut og kvígur. Nautkálfarnir fara strax inn í einangrunarferli á stöðinni, sem tekur níu mánuði. Eftir það verða þeir seldir til bænda en áður en það er gert verður tekið úr þeim sæði, sem fer svo í dreifingu. Kvígurnar verða hins vegar fyrsti vísirinn að þessari holdakúahjörð sem verða sæddar með innflutta sæðinu þegar þær verða kynþroska. Eigendur stöðvarinnar eru Landssamband kúabænda, Bændasamtök Íslands og Búnaðarsamband Suðurlands, sem á jörðina Stóra-Ármót og hefur umsjón með starfseminni þar.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...