Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fv. Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings, Marinó Eggertsson, Eggert Marinósson byggingarverktaki, Charlotta Englund, atvinnu- og samfélagsfulltrúi Öxarfjarðarhéraðs og Elvar Árni Lund, sviðsstjóri hjá Norðurþingi. Marinó, faðir Eggerts, byggði síðasta íbúðarhúsið sem reist var á Kópaskeri á níunda áratug síðustu aldar.
Fv. Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings, Marinó Eggertsson, Eggert Marinósson byggingarverktaki, Charlotta Englund, atvinnu- og samfélagsfulltrúi Öxarfjarðarhéraðs og Elvar Árni Lund, sviðsstjóri hjá Norðurþingi. Marinó, faðir Eggerts, byggði síðasta íbúðarhúsið sem reist var á Kópaskeri á níunda áratug síðustu aldar.
Mynd / Haukur Snorrason
Fréttir 25. júlí 2023

Fyrsta skóflustungan í áratugi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Laugardaginn 24. júní síðastliðinn var fyrsta skóflustungan tekin að byggingu nýs parhúss á Kópaskeri.

Ekki hefur verið byggt nýtt hús á Kópaskeri í áratugi og því um sögulegan viðburð að ræða. Húsið verður við Drafnargötu 4 og er byggt fyrir Leigufélagið Bríet, óhagnaðardrifið leigufélag.

Markmið félagsins er að vera hluti af uppbyggingu og styrkingu leigumarkaðar, sem stuðlar að öryggi á langtímaleigumarkaði með sérstaka áherslu á landsbyggðina og í samstarfi við sveitarfélögin í landinu.

„Það hefur verið unnið að þessu verkefni frá árinu 2020 og því stór stund að loksins sé búið að taka fyrstu skóflustunguna. Það hefur líka verið vöntun á húsnæði á staðnum í nokkur ár og það hefur staðið atvinnulífinu og vexti staðarins fyrir þrifum,“ segir Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings. 

Ríflega 120 manns búa á Kópaskeri. Reiknað er með að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar á vordögum árið 2024.

Skylt efni: Kópasker

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...