Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mælisvæði á Heggstöðum.
Mælisvæði á Heggstöðum.
Á faglegum nótum 2. október 2024

Fyrsta mat á losun á hláturgasi frá framræstu landi

Höfundur: Jón Guðmundsson, lektor við fagdeild náttúru og skógar hjá LbhÍ.

Nýlega kom út grein í tímaritinu „Agriculture, Ecosystem & Environment“ um mælingar á losun á hláturgasi (N2O) frá framræstum mýrum hér á landi, en hláturgas er öflug gróðurhúsalofttegund og ein þriggja sem losnar frá framræstum mýrum utan koldíoxíðs (CO2) og metans (CH4).

Titill greinarinnar er „Lítil losun hláturgass úr steinefnaríkum mýrarjarðvegi á Íslandi“ (e: Low nitrous oxide fluxes from mineral affected peatland soils in Iceland). Höfundar greinarinnar eru þau: Jón Guðmundsson, Hlynur Óskarsson (Landbúnaðarháskóla Íslands), Elisabeth Jansen (Háskólanum á Hólum), Stefán Þór Kristinsson, Alexandra Kjeld og Eldar Máni Gíslason (EFLU). Um er að ræða niðurstöður umfangsmikilla rannsókna, stýrðum af sérfræðingum Landbúnaðarháskóla Íslands, sem fram fóru á um 4 ára tímabili á bæði óframræstum og framræstum mýrum í Borgarfirði.

Unnið við uppsetningu og sýnatöku.

Meginniðurstaða mælinganna er sú að frá framræstu landi á mælisvæðunum er losun hláturgass umtalsvert minni en ráðgjafarnefnd loftslagssamningsins (IPCC) mælir með að nota ef ekki liggja fyrir mælingar sem sýna annað. Að mati höfunda getur skýring á lítilli losun – miðað við sambærilegt land á okkar breiddargráðum – einkum legið í uppsöfnuðu áfoki og eldfjallaösku sem breytir eiginleikum jarðvegsins. Þessi steinefnaviðbót fyllir upp í stærri holrými jarðvegsins og sveiflur í vatnsinnihaldi jarðvegsins verða hægari, en vatnsinnihald og sér í lagi sveiflur á því getur ráðið miklu um myndun hláturgass í jarðvegi. Gosefni sem berast í jarðveginn hafa einnig þau áhrif að fosfór, sem er til staðar í jarðvegi, verður ekki eins aðgengilegur þeim örverum sem taka þátt í þeim fjölmörgu ferlum sem mynda hláturgasið. Hér eru því mögulega önnur ferli ríkjandi í framleiðslu á hláturgasi en annars staðar, þetta á þó eftir að rannsaka betur. Í þriðja lagi má nefna að í þó nokkrum tilvikum mældist upptaka á hláturgasi úr andrúmsloftinu. Það kann líka að stafa af breyttu vægi einstakra örveruferla. Sú upptaka vegur á móti losuninni þannig að heildarlosun verður minni.

Greinin er mikilvægur liður í að koma á framfæri niðurstöðum rannsókna á losun gróðurhúsalofttegunda frá votlendi á Íslandi til þess að hægt verði að bæta mat á losun frá framræstum mýrum sem og árangur endurheimtar.

Greinin er aðgengileg á netinu í gegnum hvar.is og á vef tímaritsins „Acriculture, Ecosystem & Environment“.

Taka skal fram að rannsóknin var staðbundin mæling á losun á hláturgasi. Það er síðan ákvörðun viðkomandi stofnana (Land og skógur og UST) hvort niðurstöður rannsóknarinnar séu teknar inn í losunarbókhald fyrir allt landið.

Í dag er í bókhaldinu stuðst við innlendar bráðabirgðaniðurstöður, sem sýna minni losun en kemur fram í þessari grein. Verði niðurstöður þessarar rannsóknar ekki teknar upp í landsbókhaldið má búast við því að styðjast þurfi í bókhaldinu við stuðla IPCC, sem eru verulega hærri en núverandi viðmið og niðurstöður þessarar rannsóknar.

Mælisvæði á framræstu óræktuðu svæði á Heggstöðum.

Vatns- og hitamælar í jarðvegi.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f