Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hnit frá Koltursey á Landsmóti hestamanna 2016. Knapi er Daníel Jónsson.
Hnit frá Koltursey á Landsmóti hestamanna 2016. Knapi er Daníel Jónsson.
Mynd / Marius Mackenzie
Fréttir 29. maí 2017

Fyrsta kynbótasýning ársins

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fyrsta kynbótasýning ársins á Íslandi fór fram á Sörlastöðum í Hafnarfirði 22.-26. maí. Dæmt var mánudag til miðvikudags en yfirlitssýning fór fram á föstudag.

Alls voru 74 hross skráð til dóms. Þar á meðal hross sem áður hafa hlotið háa dóma. Alla jafna koma færri hross til dóms á þeim árum sem Landsmót hestamanna er ekki haldið, en hátíðin er talin mikilvægur kynningargluggi fyrir kynbótahross og ræktunarbú. Því leggja ræktendur gjarnan áherslu á að vænlegustu hrossin séu í sínu besta formi á þeim tíma og halda því frekar að sér höndum á árum milli Landsmóta.

Farmiði á heimsmeistaramót fyrir hæstu einkunn

Þó er það ekki alltaf svo. Því í ár eygja örfáir ræktendur von um að tefla kynbótahrossi fram á heimsmeistaramót íslenska hestsins sem að þessu sinni verður haldið í Oirschot í Hollandi dagana 7.–13. ágúst.

Tvö kynbótahross frá hverju þátttökulandi, ein hryssa og einn stóðhestur, eru sýnd fyrir dómi á mótinu í þremur aldursflokkum, 5 vetra, 6, vetra og 7 vetra og eldri.

Til þess að verða fulltrúi Íslands á heimsmeistaramótinu þarf hross að vera fætt hérlendis og vera sýnt í kynbótadómi á þessu ári. Þátttakan er svo iðulega boðin þeim hrossum sem hljóta hæstu aðaleinkunn.

Kolskeggur toppar sig

Hæstu einkunn sýningar hlaut Kolskeggur frá Kjarnholtum I. Hann hlaut 8,86 í aðaleinkunn sem er hæsta einkunn sem gefin hefur verið í heiminum í ár. Krókur fékk 8,74 fyrir sköpulag og 8,94 fyrir kosti, þar af 9,5 fyrir skeið. Þetta er hærri einkunn en Kolskeggur fékk á Landsmóti hestamanna í fyrra, en þá var hann í öðru sæti í elsta flokki stóðhesta með 8,79 í aðaleinkunn. Kolskeggur er 9 vetra undan Kvisti frá Skagaströnd og Heru frá Kjarnholtum I.

Næsthæstu einkunn sýningarinnar hlaut Krókur frá Ytra-Dalsgerði, 8,70, en hann er einnig í elsta flokki stóðhesta. Hann hlaut 8,76 fyrir sköpulag og 8,67 fyrir kosti. Krókur er 11 vetra undan Gára frá Auðsholtshjáleigu og Hnoss frá Ytra-Dalsgerði.

Hæstu einkunn í 6 vetra flokki hesta hlaut Árblakkur frá Laugasteini, 8,58. Árblakkur fékk 8,28 fyrir sköpulag og 8,78 fyrir kosti. Hann er undan Ágústínusi frá Melaleiti og Áróru frá Laugasteini.

Hæstu einkunn 5 vetra stóðhesta hlaut Apollo frá Haukholtum. Hann hlaut 8,68 í aðaleinkunn, 8,76 fyrir sköpulag og 8,63 fyrir kosti. Apollo er undan Arion frá Eystra-Fróðholti og Eldingu frá Haukholtum.

Hnit frá Koltursey hæst

Hnit frá Koltursey var hæst hryssna, en hún hlaut aðaleinkunnina 8,69 sem mun vera hæsta einkunn sem gefin hefur verið hryssum í heiminum í ár. Hún hlaut 8,64 fyrir sköpulag og 8,73 fyrir kosti. Hnit er 9 vetra undan Stála frá Kjarri og Kjarnorku frá Sauðárkróki.

Hæstu einkunn 6 vetra hryssna hlaut Urður frá Stuðlum. 8,39. Hún hlaut 8,35 fyrir sköpulag og 8,42 fyrir kosti. Urður er undan Mjölni frá Hlemmiskeiði 3 og Hnotu frá Stuðlum.

Krafla frá Breiðholti í Flóa var hæst 5 vetra hryssna með 8,53 í aðaleinkunn.  Hún hlaut 8,17 fyrir sköpulag og 8,77 fyrir kosti. Krafla er undan Ómi frá Kvistum og Gunnvöru frá Miðsitju.

Sló met fyrir sköpulag

Athygli vakti að 4 vetra stóðhestur, Hylur frá Flagbjarnarholti hlaut 8,96 fyrir sköpulag, en það mun vera þriðji hæsti dómur sem gefinn hefur verið fyrir sköpulag í sögunni. Hylur hlaut einkunnina 9,5 fyrir samræmi og prúðleika og einkunnina 9 fyrir háls/herðar/bóga, bak og lend, fótagerð og hófa. Hylur er undan Herkúlesi frá Ragnheiðarstöðum og Rás frá Ragnheiðarstöðum.

Einkunnir í Evórpu

Kynbótasýningar íslenskra hrossa í Evrópu hefjast fyrr en á Íslandi og hafa nú þegar allnokkur hross, fædd hérlendis, komið fyrir dóm.

Þar má nefna að Starri frá Herríðarhóli hlaut langhæstu einkunn allra hrossa á sýningu í Bæjaralandi Þýskalands í apríl. Hann hlaut 8,69 í aðaleinkunn, 8,26 fyrir sköpulag og 8,84 fyrir kosti. Starri er fæddur 2010 undan Ágústínusi frá Melaleiti og Hyllingu frá Herríðarhóli.

Næsthæstu einkunn í þeirri sömu sýningu hlaut Mist frá Hrafnkelsstöðum 1 sem fædd er 2011. Hún hlaut 8,45 í aðaleinkunn, 8,26 fyrir sköpulag og 8,57 fyrir kosti. Eigandi þeirra beggja er Elke Handtmann en sýnandi þeirra var Árni Björn Pálsson.

Kynbótasýningar um allt land

Ráðgert er að halda 16 kynbóta­sýningar hér á landi í ár. Næstu kynbótasýningar fara fram á Melgerðismelum dagana 29. maí–2. júní, á Selfossi 29. maí – 2. júní og í Fljótsdalshéraði 1. og 2. júní.

Lokadagar skráninga og greiðsludaga má nálgast á vefsíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, rml.is

 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...