Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fyrsta deild hesta­íþrótta stofnuð
Fréttir 5. september 2023

Fyrsta deild hesta­íþrótta stofnuð

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sett hefur verið á fót ný deild í hestaíþróttum, 1. deild, og er henni ætlað að koma á milli áhugamannadeildar og meistaradeildar hestaíþrótta.

Garðar Hólm Birgisson.

Fyrsta deildin í hestaíþróttum mun halda keppniskvöld sín í Samskipahöllinni á komandi ári. Mun að sögn Garðars Hólm Birgissonar, hestamanns og fasteignasala, verða miðað við að alla jafna sé keppt
daginn eftir mót áhugamannadeildar.

Að sögn Garðars er 1. deildin stofnuð í kjölfar endurtekinna áskorana þar um. „Í 1. deildinni verður keppt eftir reglum FEIF,“ segir Garðar, en þó sé horft fram hjá þeim annmarka að öll innanhúsmótin séu haldin
á minni velli en gert er ráð fyrir í FEIF-reglum. „Keppt verður í liða- og einstaklingskeppni,“ heldur Garðar áfram. „Keppnisgreinarnar verða V1, F1, T1, PP1, T2, P2 og gæðingalist 2. Nýja deildin verður með svipuðu formi og Meistaradeildin hefur verið haldin sl. árin og reynst vel. Miðað er við að 8 lið keppi á tímabilinu og verður fjöldi knapa í hverju liði takmarkaður við fimm aðila og þrír keppa í hverri grein. Riðin verða bæði A og B úrslit, 5 knapar verða í hvorum úrslitum, efsti hestur B-úrslita færist ekki upp í A-úrslit,“ segir Garðar enn fremur.

Fram kemur í fréttatilkynningu að knapar skuli vera fullgildir meðlimir í hestamannafélagi sem er í Landssambandi hestamannafélaga.

Þar sem Landssamband hestamannafélaga er fullgildur aðili að Íþróttasambandi Íslands (ÍSÍ), gildi lög og reglur ÍSÍ er varða íþróttamenn um knapa 1. deildar í hestaíþróttum.

Lágmarksaldur knapa í 1. deild sé 18 ára, 19 ára á árinu. Önnur skilyrði eru ekki varðandi þátttöku knapa og er þetta því, að sögn Garðars, deild sem ætti að henta mjög breiðum hópi. Opið sé fyrir umsóknir liða.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...