Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Asísku vespurnar, Asian giant hornet (Vespa mandarinia), eru sannarlega engin lömb að leika sér við. Stungur þeirra geta banað mönnum.
Asísku vespurnar, Asian giant hornet (Vespa mandarinia), eru sannarlega engin lömb að leika sér við. Stungur þeirra geta banað mönnum.
Fréttir 30. júní 2021

Fyrsta asíska „morðvespan” finnst í Bandaríkjunum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Fyrsta risavespan af asískum uppruna sem kölluð eru „morðvespa“ (murder hornet) fannst í Snohomish-sýslu norð­ur af Seattle-borg í Banda­ríkjunum þann 4. júní síðast­liðinn. Um var að ræða dauða karlflugu og líklegt talið að hún hafi komið til landsins fyrir ári síðan.

Vespurnar, sem eru af tegund­inni Asian giant hornet (Vespa mandarinia), geta verið um 5 sentímetrar að lengd og eru taldar sérlega hættulegar fyrir býflugur. Ráðast þær á býflugurnar slíta af þeim hausinn og gjöreyða búum þeirra á nokkrum klukkutímum.

Samkvæmt frétt Sky News þann 17. júní þá ráðast vespurnar venju­lega ekki á fólk, en stungur þeirra valda miklum sársauka. Endur­teknar stungur í menn geta leitt til dauða.

Talið er að morðvespur í Snoho­mish-sýslu hafi komið til Banda­ríkjanna sem laumufarþegar í flutninga­skipi og að þær séu ekkert tengdar morðvespunum sem fundust í Kanada 2019 og 2020.

Dr. Osama El-Lissy, yfirmaður hjá sóttkvíaáætlun bandaríska land­búnaðarráðuneytisins, segist ráðþrota yfir þessum vespufundi.

Það sé of snemmt fyrir karlvespur að vera á sveimi á þessum tíma sumars.  

 Skordýrafræðingurinn Sven Spichiger segir að nú verði settar upp gildrur til að reyna að fanga fleiri morðvespur og eru íbúar í Snohomish- og King-sýslum hvattir til að taka þátt.

Asísku risavespurnar eru skil­greindar sem hættulegar umhverfinu, sem þýðir að Washington-ríki mun grípa til allra tiltækra ráðstafana til að uppræta vespurnar. 

Skylt efni: vespur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f