Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sigri er sérhannaður slátturprammi Isea-þörungavinnslu við Stykkishólm.
Sigri er sérhannaður slátturprammi Isea-þörungavinnslu við Stykkishólm.
Líf og starf 24. ágúst 2023

Fyrsta alþjóðlega þörungaráðstefnan á Íslandi haldin í Hörpu

Höfundur: Þorvaldur B. Arnarson

Dagana 30-31. ágúst verður haldin ráðstefna um þörungavinnslu og þörungarækt í Hörpu. Um er að ræða fyrstu ráðstefnu sem haldin er hérlendis um þörunga og ber hún yfirskriftina Arctic Algae.

Sigurður Pétursson, formaður Samtaka þörungafélaga.

Ráðstefnan er haldin á vegum Samtaka íslenskra þörungafélaga og hvorki vantar þungavigtina í ræðumannahópinn né efnistök og umfjöllunarefni.

Þörungar eru flestum Íslendingum að einhverju leyti kunnir, en vinnsla og rækt á þörungum hefur verið í gríðarmiklum vexti á heimsvísu að undanförnu. Nýverið markaði stjórn Evrópusambandsins þá stefnu og beindi svo til aðildarríkja sinna að auka á næstu sjö árum sjálfbæra öflun og þörungarækt í Evrópu úr núverandi 300.000 tonnum á ári upp í 8 milljónir tonna. Þegar rýnt er nánar í stöðu mála þarf það kannski ekki að koma á óvart, enda eru nýtingarmöguleikar þörunga allt að því takmarkalausir.

Hinar ýmsu gerðir þörunga eru þannig nýttir í matvæli, áburð, fæðubótarefni, litarefni, umbúðir, sem eldsneyti og jafnvel í textíl. Þá hafa tilteknar gerðir þörunga verið nýttar í kjarnafóður hjarðdýra í þeim tilgangi að minnka metanlosun húsdýra, og rannsóknir sýnt og staðfest framúrskarandi árangur í þeim efnum víða um heim.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Svandís Svavarsdóttir matvæla­ráðherra setur ráðstefnuna að morgni miðvikudagsins 30. ágúst í Kaldalónssal Hörpunnar.

Þá flytur Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra umhverfis­, orku­ og loftslagsmála, erindi og tekur þátt í umræðum í lok fyrri ráðstefnudags með Vincent Doumeizel, framkvæmdastjóra hjá Sameinuðu þjóðunum og Paul Dobbins, sem er í forsvari fyrir stærstu náttúruverndarsamtök heims, World Wildlife Fund.

Dagskrá ráðstefnunnar er byggð upp á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, en óhætt er að segja að rækt og vinnsla þörunga á heimsvísu tengist fjölda markmiðanna beint.

„Hér er um að ræða fyrstu alþjóðlegu þörungaráðstefnuna sem haldin er hér á landi. Ráðstefnan er haldin á vegum Samtaka þörungafélaga og unnin í samstarfi við evrópsku þörungasamtökin EABA. Hvatinn að ráðstefnunni kemur frá meðlimum Samtaka þörungafélaga með það að markmiði að kynna stöðu og framtíðarmöguleika Íslands í framleiðslu smá­ og stórþörunga,“ segir Sigurður Pétursson, formaður Samtaka þörungafélaga. „Markmið okkar hjá samtökum þörungafélaga er að styðja við kynningu á stöðu og framtíðar möguleikum ræktunar, sjálfbærrar öflunar, vöruþróun, fræðslu, nýsköpun og sölu íslenskra þörungaafurða. Ísland hefur einstaka möguleika vegna sinna náttúruauðlinda sem snýr að aðgangi að hreinu ferskvatni og sjó, jarðvarma og grænni raforku,“ segir Sigurður.

Sigurður segir hér á landi þegar hafa byggst upp öfluga starfsemi í smáþörungavinnslu með möguleika á að eflast frekar og styrkjast. „Stærsti hluti þörungaframleiðslu á heimsvísu er á sviði ræktunar og sjálfbærrar öflunar sjávarþörunga, og engin framleiðsla sjávarpróteina hefur vaxið viðlíka hratt á heimsvísu.

Við höfum því mikla möguleika á því sviði líka hér á landi.“

Algalíf er eitt fremsta fyrirtækið á Íslandi og á heimsvísu í framleiðslu smáþörunga. Mynd / Algalíf
Stór nöfn úr geiranum

Eins og fyrr segir er von á mörgum stórum nöfnum úr geiranum á Arctic Algae-ráðstefnuna.

„Það er einstakur heiður fyrir okkur að Vincent Doumeizel, framkvæmdastjóri þörungasviðs Sameinuðu þjóðanna, er einn af ræðumönnum og þátttakendum á ráðstefnunni,“ segir Sigurður.

„Einnig hefur verið mikil áhersla á þörungaframleiðslu í tengslum við aðgerðiríumhverfismálumogverkefni tengd lækkun kolefnisspors og er stór hluti umfjöllunar á Arctic Algae ráðstefnunni,“ bætir Sigurður við. Stærstu umhverfissamtök í heimi, World Wildlife Fund, hafa á undanförnum árum lagt sérstaka áherslu á uppbyggingu þörungaframleiðslu á heimsvísu og eru samtökin styrktaraðilar að ráðstefnunni.

Auk þess mætir Paul Dobbins, sem stýrir málefnum hafsins hjá samtökunum, og mun flytja erindi og leiða umhverfishluta ráðstefnunnar sem tekur stóran hluta síðari ráðstefnudags ráðstefnunnar.

„Á heimsvísu er langstærstan hluta þörungaframleiðslunnar að finna í Asíu en hún er hratt vaxandi í hinum vestræna heimi og aukin áhersla á hana lögð bæði út frá sjónarmiðum um sjálfbæra matvælaframleiðslu og jákvæðum umhverfisáhrifum framleiðslunnar. 

Daginn fyrir ráðstefnuna verður ráðstefngestum boðið upp á þátttöku í utandagskrárferð að heimsækja Isea-þörungavinnslu í Stykkishólmi og Running Tide á Akranesi. Daginn eftir ráðstefnuna verður síðan farið í Algalíf og Bláa lónið.

„Það er okkur einkar ánægjulegt hvað margir erlendir aðilar hafa sýnt ráðstefnunni áhuga sem og að bæði matvæla- og umhverfisráðherra skuli taka þátt í ráðstefnunni. Þá studdi matvælaráðuneytið þessa fyrstu alþjóðaráðstefnu um smáþörunga hér á landi, og fyrir veittan stuðning erum við mjög þakklát,“ segir Sigurður.

„Nýting sjávarþörunga hefur verið hluti af sögu Íslands frá landnámi og gert ráð fyrir áframhaldi og aukningu hennar í nýrri matvælastefnu sem kynnt verður síðar á árinu,“ segir Sigurður Pétursson, formaður Samtaka þörungafélaga á Íslandi.

Allar frekari upplýsingar um Artic Algae 2023 er að finna á vefsvæði ráðstefnunnar, www.arcticalgae.is.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...