Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fyrirmyndarbú Auðhumlu lögð af
Fréttir 27. febrúar 2020

Fyrirmyndarbú Auðhumlu lögð af

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórn Auðhumlu ákvað á fundi sínum í gær að sameina verkefnin Fyrirmyndarbú og Mjólkureftirlitið undir nafninu Gæðaeftirlit Auðhumlu. Stefnt er að því að einfalda nálgun á því hvernig úttektir verða framkvæmdar m.a. með hliðsjón af hlutverki MAST í veitingu starfsleyfa.

Í framhaldi af þessari ákvörðun munu greiðslur fyrir Fyrirmyndarbú falla niður frá 1. maí 2020.

Á heimasíðu Auðhumlu segir að þetta sé gert meðal annars vegna þess að þátttaka í verkefninu Fyrirmyndarbú hefur ekki orðið eins og vonir stóðu til í upphafi og rekstur Auðhumlu er viðkvæmur og stendur ekki undir álagsgreiðslum af þessu tagi.

Þetta þýðir þó ekki að slakað sé á gæðakröfum eða eftirliti af hálfu Auðhumlu. Hjá Auðhumlu eru starfandi þrír gæðaráðgjafar sem hafa eftirlit með gæðamálum mjólkur og koma til með að gera úttektir hjá framleiðendum þó það verði með öðrum hætti en var í Fyrirmyndarbúsverkefninu.

Sigurður Grétarsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri Gæðaeftirlits Auðhumlu, en hann er bændum af góðu kunnur enda með langa starfsreynslu er kemur að mjöltum, mjaltatækni og gæðamálum þeim tengdum.

Þegar að Fyrirmyndarbúsverkefnið fór af stað á sínum tíma var hugmyndin sú, að þetta þyrfti að vera „lifandi plagg“ og ætti að taka mið af aðstæðum á hverjum tíma. Þessar breytingar eru liður í því að þróa verkefnið þannig að það nýtist bændum og afurðastöðvum þeirra sem best í sínu innra gæðaeftirliti.

Samhliða þessum breytingum hefur Jarle Reiesen dýralæknir látið af störfum og er honum þökkuð góð störf í þágu bænda og Auðhumlu.

 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...