Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík.
Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík.
Mynd / HKr.
Fréttir 2. nóvember 2020

Fyrirhugað að hefja ræktun á jarðarberjum og kryddjurtum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Undirbúningsvinna stendur yfir og við hlökkum til að byrja, segir Hálfdán Óskarsson, samlagsstjóri hjá Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík, en þar á bæ stendur til að hefja ræktun á jarðarberjum til að nota í framleiðsluvörur fyrirtækisins. Sömuleiðis ætlar Arna að framleiða eigin kryddjurtir.

Arna á rúmgott húsnæði í Bolungarvík, um 7.000 fermetra að stærð, og nýtir um helming þess undir mjólkurvinnsluna. 

„Við eru hér með heilmikið af ónýttu húsnæði sem við viljum auðvitað nýta sem best og þá fyrir okkar starfsemi, segir Hálfdán. Markmið fyrirtækisins er að nýta sem mest hráefni af heimaslóðum og reynt er að flytja sem minnst um langan veg með tilheyrandi kolefnisspori. 

„Þessi hugmynd kom fram, að prófa að rækta hér jarðarber og við ætlum að hrinda henni í framkvæmd,“ segir Hálfdán.

Um verður að ræða inniræktun þar sem notuð verður ledlýsing til að spara orku og hita- og rakastigi innandyra haldið jöfnu allan ársins hring. 

„Þessi aðferð er til og hún hefur verið notuð t.d. í Rússlandi að því er við vitum en núna erum við á fullu við að afla okkur þekkingar og kynna okkur aðferðir svo að vel takist til. Við rennum auðvitað svolítið blint í sjóinn en höfum trú á því að þetta gangi. Til að byrja með stefnum við á að framleiða nokkur tonn af jarðarberjum og nýta í árstíðabundnar framleiðsluvörur okkar, en það gerum við þegar með rabarbara og aðalbláber sem við fáum af heimaslóðum á sumrin og haustin, segir Hálfdán Óskarsson.

Auk jarðarberjanna verða einnig framleiddar kryddjurtir í húsnæðinu sem notaðar verða í ostaframleiðslu fyrirtækisins. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...