Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fýll
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Á faglegum nótum 27. júlí 2022

Fýll

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Fýll eða múkki, besti vinur sjómannsins, er stór og gráleitur sjófugl. Hann er einn af algengustu fuglum landsins og af mörgum talinn sá næstalgengasti á eftir lundanum. Þeir eru mjög langlífir og vitað er til þess að þeir geti orðið a.m.k. 60 ára gamlir. Fýllinn heldur tryggð við makann sinn og parast ævilangt. Þeir verða seint kynþroska og dvelja fyrstu tíu árin á hafi. Fýllinn verpir einu eggi og tekur útungun tæpa tvo mánuði, eða lengst allra íslenskra fugla. Ungatíminn tekur síðan aðra tæpa tvo mánuði. Fýllinn er úthafsfugl sem unir sér best á sjó. Hann er þungur til gangs á landi, en þar þarf hann tilhlaup til að komast úr kyrrstöðu og hefja sig til flugs. Jafnvel á sjó getur hann stundum átt í erfiðleikum með að komst á loft. Fuglinn treystir á vindinn til að rífa sig upp úr hafinu en ef það er logn þarf hann að taka tilhlaup á sjónum, líkt og á landi. Þegar á flug er komið svífur fýllinn með stífum vængjum með fáeinum vængjatökum inn á milli og flakkar þannig víða um norðanvert Atlantshaf og jafnvel alla leið í Norður-Íshaf.

Skylt efni: fuglinn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...