Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Furðuleikar á Ströndum - BBC verður á staðnum
Fréttir 24. júní 2015

Furðuleikar á Ströndum - BBC verður á staðnum

Sauðfjársetur á Ströndum heldur sína árlegu Furðuleika sunnudaginn 28. júní og hefjast þeir kl. 13:00. Leikarnir fara fram á Sævangsvelli við Steingrímsfjörð og eru lokapunkturinn á bæjarhátíðinni Hamingjudögum á Hólmavík.

Á Furðuleikum er keppt í ýmsum skringilegum íþróttagreinum sem eiga sameiginlegt að vera afbragðs skemmtun þó þær hafi ekki enn hlotið viðurkenningu Alþjóða Ólympíunefndarinnar. Meðal þess sem fólk getur prófað á Furðuleikum er t.d. öskurkeppni, kvennahlaup (þar sem karlar hlaupa um þrautabraut með konur sínar á bakinu), ruslatínsla, stígvélakast, farsímakast og fleira. Þá má nefna sýningargreinina trjónufótbolta sem er afar vinsæl enda hin besta skemmtun á að horfa.

Alls engar kröfur eru gerðar til keppenda um færni, þol eða fyrri reynslu í íþróttum og yfirleitt er lítið um verðlaun á Furðuleikum önnur en heiðurinn af því að sigra og ánægjan af því að taka þátt. Þó er veglegur farsími í verðlaun í farsímakastinu og er það glæsilegur snjallsími, LG G3 S með háskerpuskjá, sem Síminn gefur. Skráning í keppnisgreinar fer fram á staðnum.

Þetta árið er möguleiki á að komast á spjöld sögunar þar sem BBC verður á staðnum með keppendur og kvikmyndar leikana sem verða síðan sýndir í þætti sem heitir All over the place.

Á Kaffi Kind, kaffistofu Sauðfjársetursins, verður sérlega veglegt hlaðborð á boðstólum í tilefni dagsins. Aðgangur að öllum sýningum safnsins er ókeypis í tilefni dagsins og sama gildir að frítt er á Furðuleikana sjálfa. Nú eru uppi sögusýningin Sauðfé í sögu þjóðar sem er fastasýning Sauðfjársetursins, einnig sýningin Álagablettir á listasviðinu, sýningin Manstu? Ljósmyndir Tryggva Samúelssonar er í Kaffi Kind og í sérsýningarherbergi er sýning um Brynjólf Sæmundsson og starf héraðsráðunauta.

Þetta er í tólfta skipti sem Furðuleikarnir fara fram.

Skylt efni: Furðuleikarnir

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...