Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Akur af sæfjöðrum á 570 m dýpi. Mynd / Hafrannsóknastofnun.
Akur af sæfjöðrum á 570 m dýpi. Mynd / Hafrannsóknastofnun.
Fréttir 9. september 2019

Furðudýr, fjólufætlur, bakteríur og kóralar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ýmislegt áhugavert kom fram á neðansjávarmyndum þegar leiðangursfólk á Bjarna Sæm­undssyni kannaði lífríki hafs­botnsins á Jökul-, Háfa- og Horna­fjarðardjúpi fyrr í sumar.

Leiðangurinn er liður í gagnasöfnun fyrir langtímaverkefnið Kortlagning búsvæða þar sem ólík búsvæði á hafsbotninum við landið eru skilgreind og fjölbreytileiki þeirra er skoðaður. Einnig er lagt mat á hvort um viðkvæm eða fágæt búsvæði sé að ræða og hvort grípa þurfi til aðgerða til verndar þeim.

Að þessu sinni var botninn yst í Jökuldjúpi um 50 til 80 sjómílur vestsuðvestur af Garðsskaga skoðaður. Litið var á uppstreymissvæði austur af Eldey, á grjóthóla við Kötlugrunn og á landgrunnsbrúnina og kantinn allt frá Háfadjúpi að Hornafjarðardjúpi.

Tilgangur rannsókna

Á hafsbotninum við Ísland er að finna fjölbreytt dýralíf og mörg ólík búsvæði. Með kortlagningu búsvæða er unnið að því að afla upplýsinga um útbreiðslu þeirra og safna gögnum til að lýsa lífríki þeirra, meta umfang og mikilvægi hvers vistkerfis og þörf á verndun.

Á heimasíðu Hafrannsókna­stofnunar segir að flestar tegundir fiska í hafinu umhverfis landið séu vel þekktar og hafa fiskistofnar hér við land verið vaktaðir árum saman til að meta stofnstærð og veita ráðgjöf um veiðar. Breytingar á útbreiðslu fiskistofna, til dæmis vegna hitabreytinga, eru því augljósar.

Búsvæðin sem fundust einkenndust af mismunandi setgerð og lífverum eins og sæbjúgum, krossfiskum, svömpum, kórölum eða bakteríum. Alls voru mynduð 70 snið eftir botninum og var hvert snið um 600 metra langt. Myndað var á 100 til 700 m dýpi. Úrvinnsla myndefnis mun fara fram í landi og verða öll dýr greind og talin og botngerð og rusl og slitin veiðarfæri skráð.  

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...