Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, Trausti Hjálmarsson, formaður BÍ, og Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri BÍ.
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, Trausti Hjálmarsson, formaður BÍ, og Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri BÍ.
Mynd / ál
Fréttir 2. september 2024

Fundur norrænna bændasamtaka

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Bændasamtök Íslands (BÍ) buðu fulltrúum frá systursamtökum sínum á Norðurlöndum til fundar í Reykjavík þann 14. ágúst síðastliðinn.

Fundurinn var á vegum NBC (Nordens Bondeorganisationers Centralråd), sem er samstarfsvettvangur bændasamtaka á Norðurlöndunum. NBC fundar árlega til að fara yfir sameiginleg málefni bænda í þessum heimshluta.

Nálægt 65 gestir frá Norðurlöndunum fimm tóku þátt í fundinum. Að þessu sinni var einblínt á fæðuöryggi, sjálfbærni, orkumál og nýliðun. Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, opnaði fundinn og gerði grein fyrir stöðu íslensks landbúnaðar. Á eftir honum stigu í pontu fulltrúar frá hinum Norðurlöndunum og héldu erindi um ólík viðfangsefni.

Fulltrúar frá bændasamtökum Norðurlandanna hlýða á erindi Höllu Hrundar Logadóttur um sjálfbæra orku á Íslandi.

Lennard Nilsson, formaður Cogeca, sem er samvinnuvettvangur evrópskra samvinnuhreyfinga, fór yfir hvernig samvinnufélög geta gegnt lykilhlutverki í að mæta auknum kröfum í sjálfbærni á efnahagslegum grundvelli. Þá fór hann yfir sviðið í Evrópu og hvernig samvinnuhreyfingar eru ólíkar í hverju landi.

Søren Søndergaard, formaður bænda og matvælaframleiðenda (Landbrug & Fødevarer) í Danmörku, fór yfir tímamótasamning sem bændur hafa gert við þarlend stjórnvöld um kolefnisskatt. Hann var útfærður þannig að þeir sem uppfylla kröfur um minni losun losna við útgjöld. Skatttekjurnar eru jafnframt eyrnamerktar í uppbyggingu loftslagsvæns landbúnaðar.

Ungir bændur á Norðurlöndunum halda hópinn. Þeir kynntu starf ársins, þar sem áhersla er lögð á nýliðun.

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri ávarpaði fundinn og ræddi sjálfbæra orkuframleiðslu á Íslandi. Erindi hennar féll vel að vettvangsferð að fundi loknum þar sem gestir fengu kynningu á starfsemi Hellisheiðarvirkjunar. Þá var farið til Þorlákshafnar þar sem gestir fengu kynningu á verkefninu Terraforming Life, sem miðar að framleiðslu áburðar og lífgass úr lífrænum úrgangi.

Norðmenn verða gestgjafar NBC-fundarins í ágúst á næsta ári, sem verður haldinn í Mjøstårnet í Brumunddal, sem er hæsta timburhús heims.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...