Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Mynd / Hafrannsóknastofun.
Mynd / Hafrannsóknastofun.
Fréttir 3. febrúar 2020

Fundu ekki nýtanleg ígulkeramið í Ísafjarðardjúpi en víða í Húnaflóa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hafrannsóknastofnun hefur sent frá sér tvær skýrslur um skollakopp sem gera grein fyrir niðurstöðum könnunar á ígulkeramiðum í Ísafjarðardjúpi og Húnaflóa með ígulkeraplóg.

Niðurstöður leiddu í ljós að engin nýtanleg ígulkeramið eru á þeim svæðum sem skoðuð voru í Ísafjarðardjúpi en skollakoppur fannst víða í Húnaflóa. Á því svæði sem þéttleiki skollakopps var mestur voru ígulkerin yfirleitt smá og undir löndunarstærð en auk þess var mikið af kóralþörungi á svæðinu.

Á öðrum svæðum þar sem skollakoppur var í veiðanlegu magni var minna magn kóralþörunga, en þeir greindust á fjórum af þeim tíu stöðvum sem voru skoðaðar.

Þess má geta að greinóttir kóralþörungar mynda afar viðkvæm og fjölbreytileg búsvæði með hátt verndargildi. Þau eru talin mikilvæg fyrir ungviði nytjastofna og ætti því ekki að stunda plógveiðar á þeim.

Þórishólmi ehf. stóð fyrir leið­öngrunum en um borð var eftirlitsmaður frá Fiskistofu sem sá um skráningu á afla og myndatöku. Tíu stöðvar voru skoðaðar á hverju svæði. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...