Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sigga á Grund í Flóahreppi er einn færasti listamaður þjóðarinnar. Hún hefur til dæmis skorið út allar gangtegundir íslenska hestsins.
Sigga á Grund í Flóahreppi er einn færasti listamaður þjóðarinnar. Hún hefur til dæmis skorið út allar gangtegundir íslenska hestsins.
Mynd / MHH
Líf og starf 25. maí 2023

Fundarhamar úr peruvið

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fallegt íslenskt handverk var í lykilhlutverki á lokaathöfn leiðtogafundar Evrópuráðsins á dögunum.

Frá afhendingu hamarsins.

Mynd / Utanríkisráðuneytið

Þá færði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra Edgar Rinkēvič, utanríkisráðherra Lettlands, útskorinn fundarhamar og þar með tóku Lettar við formennsku í ráðinu af Íslandi.

Handverkið er eftir Sigríði Kristjánsdóttur, Siggu á Grund eins og hún er alltaf kölluð.

„Þetta var mjög skemmtilegt og krefjandi verkefni, sem ég er stolt af. Það fóru 80 klukkutímar í verkið, sem var mjög skemmtilegt og gefandi. Ég notaði peruvið í hamarinn,“ segir Sigga, sem skar einnig út fundarhamar fyrir Alherjarþing Sameinuðu þjóðanna árið 2005. „Það er alltaf meira en nóg að gera hjá mér enda er ég alltaf að fá ný og ný verkefni í hendurnar.

Nú er ég að vinna skemmtilegt verk, sem hvílir leyndardómur yfir, ég má alls ekki segja hvað það er,“ segir Sigga hlæjandi og bætir við: „Ég sker út á meðan ég get, þetta er svo skemmtilegt og gefur mér mikið,“ segir Sigga, sem verður 79 ára þann 30. maí.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f