Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fulltrúar uppfylli hæfnisviðmið
Fréttir 2. febrúar 2024

Fulltrúar uppfylli hæfnisviðmið

Höfundur: Sigurður Már Harðarson
Drög að reglugerð um loftslagsráð hafa verið birt í Samráðsgátt. Breytingar á reglugerðinni felast meðal annars í því að tryggja að fulltrúar ráðsins uppfylli ákveðin hæfnisviðmið.

Loftslagsráði er ætlað að veita stjórnvöldum aðhald og ráðgjöf um stefnumarkandi ákvarðanir og markmið Íslands sem tengjast loftslagsmálum. Enn fremur að gæta óhlutdrægni og vera sjálfstætt í störfum sínum. Fulltrúar í loftslagsráði skulu þannig einungis bundnir af eigin dómgreind.

Hæfnisviðmið við skipan fulltrúa

Samkvæmt drögunum skipar ráðherra formann og varaformann loftslagsráðs, en í loftslagsráði skulu eiga sæti að hámarki níu fulltrúar, að meðtöldum formanni og varaformanni. Ráðherra er heimilt að skipa aðra fulltrúa sem nauðsynlegt er talið að eigi sæti í ráðinu.

Við skipan fulltrúa í loftslagsráð skuli hafa til hliðsjónar hæfni- viðmið samkvæmt 5. grein reglugerðarinnar. Þar segir að mælst sé til að við skipan fulltrúa í loftslagsráð sé þess gætt að ráðið búi að fulltrúum sem hafi þekkingu á að minnsta kosti einum af eftirtöldum málaflokkum 1. loftslagsmála; loftslagsrétti, stjórnsýslu og stefnumótun, 2. loftslagsvísindum, áhættugreiningum og náttúruvá, 3. skipulagi og landnýtingu, 4. hagrænum og samfélagslegum greiningum, 5. samfélagslegum breytingum og réttlátum umskiptum, 6. líffræðilegum fjölbreytileika, kolefnishringrás lands og vistkerfisþjónustu og 7. nýsköpun og tækniþróun.

Gert er ráð fyrir að loftslagsráð sé þannig samsett að ráðið fullskipað búi yfir þekkingu á öllum ofangreindum sviðum.

Sérfræðiráð eins og í nágrannalöndum

Í tilkynningu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis kemur fram að breytingarnar á reglugerðinni um ráðið sé tilkomnar í kjölfar málþings um stjórnun loftslagsmála og hlutverk loftslagsráða.

Þar var meðal annars fjallað um skipan loftslagsráða í alþjóðasamhengi og um skýrslu Ómars H. Kristmundssonar, Loftslagsráð: Greining og ábendingar. Þar kom fram að nauðsynlegt væri að meðlimir loftslagsráðs uppfylli ákveðin hæfnisviðmið og þannig verði ráðið fremur sérfræðiráð en fulltrúaráð, svipað því hvernig loftslagsráð nágrannalanda Íslands eru mönnuð.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...