Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Fullt af heitu vatni fannst á Bergstöðum
Fréttir 16. apríl 2014

Fullt af heitu vatni fannst á Bergstöðum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Við duttum heldur betur í lukkupottinn því bormenn Ræktunarsamband Flóa og Skeiða voru að finna hjá okkur um hundrað gráðu heitt vatn, sem er að gefa okkur 20 til 25 sekúndulítra. Þetta er frábært og mun m.a. nýtast okkur í ferðaþjónustu, ræktun og fleira og fleira hér á jörðinni og í næsta nágrenni,“ segir Gunnar Skaptason, athafnamaður og einn eigenda Bergstaða í Biskupstungum.
 
Þetta er í fyrsta skipti sem heitt vatn finnst á þessum stað í Biskupstungum, eða í eystri tungunni svonefndri við Tungufljótið. Vatnið fannst á 972 metra dýpi.
 
„Hér hefur verið talað um að bora eftir heitu vatni síðustu fjörutíu ár en það hefur aldrei neinn þorað fyrr en núna. Ég vil þakka Kristjáni Sæmundssyni jarðfræðingi og starfsmönnum bordeildar Ræktunarsambands Flóa og Skeiða fyrir þeirra vinnu, allir þessir aðilar hafa staðið sig frábærlega í þessari vinnu,“ bætti Gunnar við. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...