Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Full aðild talin styrkja rödd Íslands innan SÞ
Mynd / ESB
Fréttir 2. maí 2025

Full aðild talin styrkja rödd Íslands innan SÞ

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Ísland er nú aðili að milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um líffjölbreytni og vistkerfisþjónustu.

Ráðherra umhverfis-, orkuog loftslagsmála, Jóhann Páll Jóhannsson, staðfesti nýlega aðild Íslands að IPBES, milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna, um líffræðilega fjölbreytni og vistkerfisþjónustu (e. Intergovernmental SciencePolicy Platform on Biodiversity and Ecosystem Services).

IPBES er alþjóðlegur vettvangur sem sameinar vísindamenn og stjórnvöld með það að markmiði að stuðla að betri ákvörðunum varðandi líffræðilega fjölbreytni og vistkerfisþjónustu.

Íslenskar áherslur á dagskrá

Segir í tilkynningu ráðuneytisins að Ísland hafi hingað til aðeins verið áheyrnaraðili en með fullri aðild skapist tækifæri til að styrkja framlag Íslands á alþjóðavettvangi og koma íslenskum áherslum betur á dagskrá, m.a. varðandi málefni norðurslóða.

Aðildin er sögð mikilvægt framfaraskref í þágu líffræðilegrar fjölbreytni. Með þátttökunni gefist tækifæri til að efla sess líffræðilegrar fjölbreytni í íslenskri stjórnsýslu í krafti baklandsins sem IPBES gefi. Virk þátttaka Íslands í alþjóðlegum vísindarannsóknum og dýpra alþjóðasamstarf séu lykillinn að því að hámarka árangur Íslands í þessum efnum.

Veitir áreiðanlegar upplýsingar

IPBES var stofnað árið 2012 og starfar á svipaðan hátt og milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar; IPCC (e. Intergovernmental Panel on Climate Change). IPBES er, skv. tilkynningunni, einn helsti vettvangur alþjóðlega vísindasamfélagsins til að safna, greina og koma á framfæri grundvallarupplýsingum um stöðu líffræðilegrar fjölbreytni og veita ráðgjöf á því sviði. IPBES vinnur að því að veita stjórnvöldum og öðrum aðilum áreiðanlegar og vísindalega uppbyggðar upplýsingar um ástand náttúruauðlinda og áhrif mannlegra athafna á líffræðilega fjölbreytni og vistkerfi, ásamt ráðleggingum um hvernig bæta megi þessa stöðu. Fókus IPBES er á líffræðilega fjölbreytni og hvernig við getum verndað náttúruauðlindir sem eru mikilvægar fyrir lífsgæði okkar og þróun.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f