Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hávella
Hávella
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Á faglegum nótum 16. júní 2022

Fuglinn Hávella

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Hávella er fremur lítil kafönd og er eina öndin okkar sem skiptir um ham eftir árstíðum. Útlitsbreytingarnar á steggnum eru sérstaklega dramatískar en hann er nánast alveg ljós á veturna og alveg dökkur á sumrin. Hávella verpir um nær allt land á láglendi og tjörnum niðri við sjó. Hávellur verpa líka inn til landsins og hefur hún verið einkennisfugl hálendisvatna og tjarna.

Vetrarstöðvarnar eru síðan allt í kringum landið, bæði við strendurnar og í stórum hópum talsvert frá landi. Íslenska hávellan er staðfugl að mestu en talið er að einhver hluti þeirra dvelji við Grænland á veturna ásamt því að við Ísland bætast við vetrargestir frá norðlægari löndum. Eitt af helstu einkennum hávellunnar eru áberandi langar miðfjaðrir stéls sem steggurinn lætur standa út í loftið á pörunartíma. Það verða gjarnan mikil læti og miklar erjur milli steggja á pörunartímanum. Steggirnir keppast við að ganga í augun á kollunum með því að synda í kringum þær og kalla í sífellu nafnið sitt há-á-vella.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...