Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Súlubyggð í Skoruvíkurbjargi.
Súlubyggð í Skoruvíkurbjargi.
Mynd / HKr.
Fréttir 25. apríl 2022

Fuglaflensan útbreidd í villtum fuglum

Höfundur: smh

Matvælastofnun greindi frá því um helgina að sýnatökur úr villtum fuglum í síðustu viku hafi leitt í ljós að skæða fuglaflensan, sem hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum á undanförnum vikum, sé útbreidd í villtum fuglum. Smithætta sé því mikil fyrir alifugla og aðra fugla í haldi manna.

„Fuglaflensuveirur af gerðinni H5 greindust í átta sýnum af fimmtán sem tekin voru úr villtum fuglum í vikunni og rannsökuð á Tilraunastöð HÍ að Keldum. Fimm sýni voru með óljósa svörun og verða rannsökuð nánar, en í tveimur sýnum greindust ekki fuglaflensuveirur. Sýni sem tekin voru úr alifuglum á tveimur stöðum í vikunni voru öll neikvæð. Matvælastofnun ítrekar mikilvægi þess að fuglaeigendur verndi fugla sína gegn smiti.

Af þeim átta sýnum sem reyndust jákvæð voru þrjú úr súlum sem fundust í Njarðvík og Grindavík, þrjú úr súlum á Búðum á Snæfellsnesi, eitt úr grágæs á Akureyri og eitt úr svartbak á Húsavík,“ segir í umfjöllun á vef Matvælastofnunar.

Stöðugar og strangar sóttvarnir

„Fuglar sem haldnir eru að hluta til utandyra og í húsum þar sem smitvarnir eru ófullnægjandi, eru í mestri hættu að smitast. Til að koma í veg fyrir sjúkdóm í viðkomandi hópi fugla og um leið tryggja að ekki berist smit úr þeim í villta fugla er nauðsynlegt  að viðhafa stöðugar og strangar sóttvarnir þar sem fuglar eru haldnir.

Þeir þættir sem vega þyngst í að vernda alifugla gegn smiti er að hafa þá innandyra eða undir þaki í lokuðu gerði þar sem villtir fuglar komast ekki að og drit frá villtum fuglum getur ekki fallið í gerðið. Við daglega umhirðu fuglanna er best að nota sérstakan skó- og hlífðarfatnað, sem ekki er notaður utan þess húss og gerðis sem fuglarnir eru í,“ segir ennfremur í umfjöllun Matvælastofnunar.

Nánar má lesa um aukið viðbúnaðarstig og smitvarnir í annarri umfjöllun Matvælastofnunar frá 1. apríl 2022.

Skylt efni: fuglaflensa

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...