Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Fuglaflensa í Washingtonríki
Fréttir 11. febrúar 2015

Fuglaflensa í Washingtonríki

Höfundur: Vilmundur Hansen

Alifuglabændur í Bandaríkjunum hafa verið beðnir um að sjá til þess að fuglarnir þeirra komist ekki í samband við farfugla. Talið er að farfuglar geti borið með sér bráðsmitandi afbrigði af asískri fuglaflensu sem kallast H5N2.

Undanfarið hafa þrjú skæð tilfelli fuglaflensu komið upp í Washington-ríki í Bandaríkjunum sem talið er að hafi borist þangað með farfuglum. Auk þess sem komið hafa upp minni tilfelli í Oregon og Bresku Kólumbíu. Í öllum tilfellum var um að ræða fugla sem gátu athafnað sig undir berum himni og í öllum tilfellum var fuglunum fargað.

Yfirvöld hafa hvatt bændur til að ganga þannig frá aðbúnaði lausagöngufugla að sem minnst hætta sé á að þeir komist í samband við farfugla til að draga úr hættu á auknu smiti.

Tvö alifuglabú til viðbótar í Washington voru sett í átta mánaða einangrun fyrr í þessum mánuði og bannað að selja bæði egg og kjöt eftir að smit fannst í afmörkuðum hópi fugla.
H5N2 fuglaveiran er sögð bráðsmitandi og yfirleitt drepast fuglar sem af henni smitast eftir nokkra daga og ekki er langt síðan veiran drap nokkur þúsund fugla á búi í Kanada.

Í kjölfar tilfellanna í Washington-ríki hafa yfirvöld í Kína bannað allan innflutning á fuglakjöti og eggjum og skilað sendingum sem bárust til Kína eftir 8. janúar síðastliðinn. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f