Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Máfur.
Máfur.
Mynd / Victoria - Unsplash
Fréttir 28. nóvember 2024

Fuglaflensa í borginni

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Máfur sem fannst í byrjun nóvember við Reykjavíkurtjörn greindist með skæða fuglainflúensu.

Fuglinn fannst veikur þann 1. nóvember. Hann var ófær um að forða sér og var því aflífaður af starfsfólki Reykjavíkurborgar og færður til Dýraþjónustu Reykjavíkur til sýnatöku. Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum staðfesti þann 14. nóvember 2024 að skæð fuglainflúensa H5N5 hafi greinst í sýni úr fuglinum. Þetta er fyrsta greining sjúkdómsins í villtum fugli á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári. Matvælastofnun greinir frá.

„Almenningur er beðinn um að tilkynna tafarlaust um fund á veikum eða dauðum, villtum fuglum til Matvælastofnunar. Varast ber að snerta hræ og handfjatla veika, villt fugla. Allir sem halda alifugla eða aðra fugla eru hvattir til að viðhafa ýtrustu smitvarnir við umhir fuglanna,“ segir á vef Mast.

Skylt efni: fuglaflensa

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...