Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 0 ára.
Frá íslensku kalkúnabúi.
Frá íslensku kalkúnabúi.
Mynd / ghp
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins í Auðsholti í Ölfusi.

Matvælaráðherra hefur fyrirskipað niðurskurð og skilgreint tíu kílómetra takmörkunarsvæði umhverfis búið.

Í húsinu þar sem smitið kom upp eru 1.300 fuglar. Undirbúningur fyrir aflífun fuglanna var þegar hafinn þegar þetta er ritað og fyrirmæli gefin til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. Þegar grunur kom upp um smit á þriðjudaginn voru fuglar sendir til rannsóknar á Tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum og lágu niðurstöður rannsókna fyrir sama dag. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu á vef Matvælastofnunar.

Uppruni smitsins er óljós, en veiran er af sömu gerð og greinst hefur í villtum fuglum í haust. Fuglainflúensa getur mögulega smitað fólk sem er í náinni snertingu við veika fugla en engin hætta stafar af neyslu afurða.

Skylt efni: fuglaflensa

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...