Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Frumvörp um búvörulög og lagareldi
Fréttir 12. september 2025

Frumvörp um búvörulög og lagareldi

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Á nýrri þingmálaskrá gefur að líta endurflutning frumvarps um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, kílómetragjald á ökutæki, og frumvörp um breytingu á búvörulögum, samkeppnislögum og heildarlöggjöf um lagareldi.

Þingmálaskrá 157. löggjafarþings 2025–2026 var lögð fram í vikunni. Nú í september ætlar atvinnuvegaráðherra að endurflytja frumvarp til laga um breytingu á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, nr. 25/1993 (riðuveiki o.fl.). Með frumvarpinu eru lagðar til ýmsar nauðsynlegar breytingar á lögunum til þess að ná fram þeim markmiðum sem fram koma í nýrri landsáætlun um riðuveikilaust Ísland auk nauðsynlegra breytinga sem gera þarf í tengslum við varnir gegn öðrum smitsjúkdómum.

Í október er boðað frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, nr. 99/1993 (framleiðendafélög). Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á búvörulögum til að styrkja stöðu frumframleiðenda landbúnaðarvara. Í næsta mánuði hyggst atvinnumálaráðherra enn fremur leggja fram frumvarp um breytingu á samkeppnislögum, nr. 44/2005 (veltumörk tilkynningarskyldra samruna, samrunagjald o.fl.). Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar er varða veltumörk tilkynningarskyldra samruna, sem og gjaldtöku og málsmeðferðarreglur samrunamála.

Þá er stefnt að frumvarpi um lagareldi í febrúar nk., um ný heildarlög fyrir greinina.

Fjármála- og efnahagsráðherra hyggst í september endurflytja frumvarp um kílómetragjald á ökutæki. Með frumvarpinu er lagt til að tekin verði upp gjaldtaka í formi kílómetragjalds vegna notkunar ökutækja á vegakerfinu. Jafnframt er lagt til að almennt og sérstakt vörugjald af eldsneyti verði fellt niður og lög um olíugjald og kílómetragjald, nr. 87/2004, og lög um kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða, nr. 101/2023, verði felld brott. Þá er lögð til hækkun á kolefnisgjaldi í lögum um umhverfis- og auðlindaskatta, nr. 129/2009.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...