Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Frumvarp um vernd, velferð og veiðar á villtum dýrum
Fréttir 16. febrúar 2021

Frumvarp um vernd, velferð og veiðar á villtum dýrum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra mælti fyrir skömmu á Alþingi fyrir frumvarpi um vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Um er að ræða heildarendurskoðun laga, sem kveðið er á um í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

Í skýrslu nefndar um lagalega stöðu villtra fugla og spendýra frá apríl 2013, sem skipuð var af umhverfis- og auðlindaráðherra, voru ýmsar tillögur sem horft var til við gerð frumvarpsins.

Á vef umhverfis- og auðlinda­ráðuneytisins segir að umhverfi málaflokksins hafi tekið töluverðum breytingum frá því núverandi löggjöf tók gildi fyrir 25 árum, til að mynda með aukinni áherslu á umhverfis- og loftslagsmál, breyttum skuldbindingum Íslands á grundvelli alþjóðasamninga og fjölgun ferðamanna sem vilja skoða náttúru og dýralíf landsins.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra segir að lögfesting stjórnunar- og verndaráætlana fyrir villta dýrastofna sé í raun hjartað í þessu frumvarpi og meginbreytingin frá gildandi lögum um þetta efni.

„Með gerð stjórnunar- og verndaráætlana er lagður mikilvægur grunnur að því að ávallt verði byggt á haldbærum, faglegum og vísindalegum upplýsingum við vernd, stýringu og stjórnun á stofnum villtra dýra. Á þeim aldarfjórðungi síðan lögin tóku gildi hefur margt tekið breytingum, ekki einungis í náttúrunni sjálfri heldur líka í afstöðu til nýtingar og umgengni við hana. Ég er sérstakur talsmaður þess að við leggjum vísindin að leiðarljósi í allri okkar ákvarðanatöku og þetta frumvarp er því kærkomin breyting á núgildandi lögum.“

Meðal helstu áherslna í frum­varpinu er aukin dýravernd og dýravelferð. Þá er kveðið á um að allar veiðar á villtum dýrum, þar með talið hlunnindaveiðar, eigi að vera sjálfbærar, mælt er fyrir um virka veiðistjórnun og veiðieftirlit á landinu öllu og að tekið verði með markvissum hætti á tjóni sem villt dýr og fuglar valdi. Þá er þar komið til móts við sérstakar þarfir veiðimanna sem bundnir eru við hjólastól.

Skylt efni: Umhverfismál | refur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...