Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Víða um land er að finna stök tré sem setja svip á umhverfið og hafa jafnvel staðið í tugi ára. Má þar t.d. nefna hlyninn á horni Vonarstrætis og Suðurgötu í Reykjavík.
Víða um land er að finna stök tré sem setja svip á umhverfið og hafa jafnvel staðið í tugi ára. Má þar t.d. nefna hlyninn á horni Vonarstrætis og Suðurgötu í Reykjavík.
Mynd / Bessi Eydal Egilsson
Fréttir 29. mars 2023

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fimm þingmenn úr fjórum þingflokkum lögðu á dögunum fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um menningarminjar (nr. 80/2012 friðlýsing) sem felur í sér að heimilt verði að friðlýsa trjálundi, stök tré og garðagróður sem hafa menningarsögulegt, ræktunarsögulegt eða fræðilegt gildi.

Líneik Anna Sævarsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson, Vilhjálmur Árnason, Jakob Frímann Magnússon og Orri Páll Jóhannsson eru flutningsmenn frumvarpsins. Að mati þeirra er mikilvægt að heimild til friðlýsingar sé tryggð með lögum enda ljóst að tré, trjálundir og garðagróður geti haft sams konar verndargildi og hús og aðrar menningarminjar og auk þess gildi vegna þekkingaröflunar og varðveislu erfðaauðlinda.

Frumvarpið er lagt fram í þriðja sinn. Vekja flutningsmenn athygli á því, í greinargerð með frumvarpinu, að umhverfis- og samgöngunefnd hafi í nefndaráliti beint því til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins að finna slíkri vernd stað í lögum. Greinargerð Garðsöguhóps Félags íslenskra landslagsarkitekta, „Garðar- lifandi minjar. Aðferðir við verndarmat og skráningu gamalla garða“, inniheldur tillögur um nálgun við slíkum friðlýsingum en hópurinn telur að fagnefnd innan Minjastofnunar ætti að hafa umsjón með þeim.

Í Bændablaðinu í apríl árið 2022 gerðu landslagsarkitektarnir Auður Sveinsdóttir og Einar E. Sæmundssen grein fyrir greinargerðinni og komu með tillögu að friðlýsingum tíu gamalla garða.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...