Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Frumvarp að lögum um skógrækt lagt fram á haustþingi 2015
Fréttir 9. desember 2014

Frumvarp að lögum um skógrækt lagt fram á haustþingi 2015

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að hefja vinnu við heildarendurskoðun laga um skógrækt, sem eru frá árinu 1955.

Gert er ráð fyrir að við gerð frumvarpsins verði m.a. byggt á vinnu nefndar um endurskoðun laga um skógrækt, sem skilaði greinargerð í júní 2012. Í greinargerðinni lagði nefndin áherslu á tiltekna meginþætti, s.s. aukna útbreiðslu skóga og uppbyggingu skógarauðlindar, þróun skógarnytja til verðmætasköpunar, nýsköpun og byggðaþróun, aðgengi fólks að skógum og jákvæð áhrif þeirra á umhverfi mannsins og lýðheilsu. Sömuleiðis er áhersla lögð á  vistkerfisþjónustu skóga, þ.m.t. fyrir jarðvegsvernd, vatnsvernd og líffræðilega fjölbreytni, og þátt skógræktar í að stemma stigu við hnattrænum loftslagsbreytingum og aðlögun skóga að þeim. Nefndin taldi vernd þeirra skóga sem fyrir eru, ræktun nýrra skóga, endurheimt skógarvistkerfa og öflugt rannsókna- og þróunarstarf í þágu skógræktar vera forsendur fyrir árangri á ofantöldum sviðum.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun njóta aðstoðar samráðsvettvangs við gerð frumvarpsins. Hann verður skipaður tveimur fulltrúum fyrri nefndar, og fulltrúum Bændasamtaka Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landverndar. Hlutverk vettvangsins er að vera ráðuneytinu til ráðgjafar um innihald og uppbyggingu nýs frumvarps, m.a. á grunni fyrirliggjandi vinnu.

Miðað er við að frumvarp til nýrra laga um skógrækt verði lagt fram á haustþingi 2015.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...