Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Tíu verkefni hafa verið valin í viðskiptahraðal Til sjávar og sveita en alls bárust 70 umsóknir inn í hraðalinn.
Tíu verkefni hafa verið valin í viðskiptahraðal Til sjávar og sveita en alls bárust 70 umsóknir inn í hraðalinn.
Fréttir 25. ágúst 2020

Frumleg og fjölbreytt verkefni

Höfundur: Erla Gunnarsdóttir

Viðskiptahraðallinn Til sjávar og sveita fer fram í annað sinn í haust og er samstarfsverkefni Íslenska sjávarklasans, Matarauði Íslands, Nettó og Landbúnaðarklasans. Nú hafa tíu fyrirtæki verið valin úr 70 umsóknum en Icelandic Startups hefur umsjón með hraðlinum. Fyrirtækin sem valin hafa verið hafa mörg hver skírskotun til landbúnaðar eins og framleiðsla á rjómalíkjör, sauðamjólk og svepparækt.

Viðskiptahraðallinn Til sjávar og sveita – frá hugmynd til hillu, leggur áherslu á sjálfbærar lausnir í landbúnaði og sjávarútvegi með það að markmiði að hvetja til aukinnar nýsköpunar í þessum greinum. Fyrirtækin 10 fá leiðsögn sérfræðinga í tíu vikur og aðgang að breiðu tengslaneti leiðbeinenda.

Eftirfarandi fyrirtæki voru valin:

Vegangerðin – Framleiðir matvöru sem inniheldur engar dýraafurðir.

Ovis Cosmetics – Framleiðir keratín úr hornum og klaufum sauðfjár sem nýtt er við framleiðslu snyrtivara.

Broddur – Heilsuskot úr broddmjólk mjólkurkúa.

Nielsen Restaurant – Framleiðir salatolíur úr vannýttum íslenskum villtum jurtum.

HorseDay – Stafræn þjálfunardagbók fyrir hesta sem styðst við æfingasafn viðurkenndra þjálfunaraðferða frá Háskólanum á Hólum.

Eylíf – Heilsuvörulína sem samanstendur af hreinum íslenskum hráefnum og framleidd hérlendis með sjálfbærum hætti.

Jöklavín – Fyrsti íslenski rjómalíkjörinn sem er framleiddur af megninu til úr innlendum hráefnum.

Sauðagull – Vinnur matarafurðir úr íslenskri sauðamjólk.

Sælkerar ehf. – Rækta mismunandi tegundir sveppa og míkrógrænmeti ásamt því að fara í þróunarvinnu á byggðarræktun.

Marea Íslenskt lífplast – Notar sjávarþang sem fæst hérlendis sem grunnefni í framleiðslu á niðurbrjótanlegum vörum sem koma í stað einnota plasts.

 

 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...