Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Sigurður Jónsson og Jón Ágúst Bjarnason, sem komu að því að stofna fjáreigendafélagið árið 1983, gáfu réttinni nafn, Húsavíkurrétt.
Sigurður Jónsson og Jón Ágúst Bjarnason, sem komu að því að stofna fjáreigendafélagið árið 1983, gáfu réttinni nafn, Húsavíkurrétt.
Mynd / Aðalsteinn Á. Baldursson
Fréttir 7. október 2015

Frístundabændur á Húsavík byggðu nýja rétt

Frístundabændur á Húsavík tóku sig til og reistu nýja fjárrétt síðsumars. Hún var tekin í notkun 12. september og var hátíðarbragur yfir réttardeginum.
 
Formaður Fjáreigendafélags Húsavíkur, Aðalsteinn Árni Baldursson, bauð fjölmarga gesti velkomna um leið og hann fór yfir tildrög þess að frístundabændur á Húsavík byggðu nýja rétt í Tröllakoti. Fyrri rétt stóð í landi Bakka en þurfti að víkja vegna framkvæmda við stóðiðju á vegum PPC.
 
Fjáreigendafélag Húsavíkur var stofnað sumarið 1983 og fjárbændurnir Sigurður Jónsson og Jón Ágúst Bjarnason, sem hafa verið félagsmenn frá upphafi ásamt Aðalsteini Árna fjallskilastjóra, gáfu réttinni nafnið Húsavíkurrétt.
 
Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri Norðurþings klippti á réttarborðann og naut við það aðstoðar dóttur sinnar, Aðalheiðar Helgu. Þar með vígði hann réttina og óskaði fjáreigendum til hamingju með glæsilega rétt.
 
Þá var tekið til við að draga féð í dilka en um 500 fjár var saman komið í réttinni, frá Húsavík og nærliggjandi sveitum, það er frá Tjörnesi, Kelduhverfi, Reykjahverfi og Aðaldal. Meðan á fjárdrættinum stóð buðu fjáreigendur upp á kaffi, safa og kleinur. Veitingar voru vel þegnar í einstakri veðurblíðu.
Í lokin var boðin upp falleg gimbur í tilefni vígslunnar og komu nokkur tilboð í hana en svo fór að Torfi Aðalsteinsson bauð hæst og hlaut gimbrina fögru. Frá þessu er sagt á vef Framsýnar.

9 myndir:

Skylt efni: Frístundabændur | réttir

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...